Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 94
Æ s a S t r a n d 94 TMM 2014 · 3 Getur ekki útskýrt að hvort sem hann muni eða ekki þá býr fortíðin innra með honum. Hefur gert hann að þeim manni sem hann er í dag, mótað líf hans fram að þessu. Veggirnir í íbúðinni eru hvítir, auðir. Gólfið er þakið gömlum dagblöðum. Hann stendur í miðri stofunni með málningarfötu í annarri hendi, rúllu í hinni. Gengur að einum veggnum og hellir málningu í bakka á gólfinu, bleytir svo vel í rúllunni. Hann strýkur þykkum gulum lit á vegginn, yfir fingraför og rispur, yfir of mörg ár af tilgangslausu lífi og æsku sem aldrei var. Málar sólskin í eyðurnar. Það blakta gardínur fyrir opnum gluggunum, útvarpið spilar gamlan slagara frá gullárunum. Hann raular með, fyrst lágt svo hærra og hærra uns orðin endurkastast milli veggjanna. Síminn hringir inni í svefnherbergi. Hann svarar ekki. Leyndarmál „Hérna,“ segir hún og hvíslar einhverju í lófa minn, svo lágt að ég heyri ekki orð. „Þetta er leyndarmál,“ segir hún mér, alvarleg á svip. „Geturðu geymt það fyrir mig? Bara smá stund.“ Ég kinka kolli og sting kúptri hendinni varlega í hægri jakkavasann. Velti orðunum á milli fingranna og reyni að hlúa að þeim eftir bestu getu. Við höldum áfram göngu okkar, hönd í hönd, eftir hvítri Tjarnargötunni. Hún verður léttstígari með hverju skrefi uns tærnar varla ná að tilla sér áður en þær lyftast aftur; vængjaðir fætur, álfaspor á nýfallinni fönninni. Ég reyni að halda í við hana en ég sekk dýpra og dýpra við hvert skref, gegnum snjó, svo ryk, svo steyptar gangstéttarhellur, alveg niður í frosna moldina. Svo ósköp þungur á mér, sérstaklega hægra megin. Það rennur á mig slagsíða, ég fell við og missi takið. Fingur hennar renna úr mínum. Úr og upp, upp, upp. „Takk,“ segir hún létt og hlær. „Takk fyrir. Mér líður svo miklu betur núna.“ Ég reyni að grípa hana en hún hefur þegar tekist á loft. Hún svífur hærra og hærra. framhjá undrandi álftum og frekum mávum uns hún hverfur upp í snjóþung skýin. Ég verð eftir, sokkinn upp að hnjám með óþekkt leyndar- mál í vasanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.