Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 95
Þ r j á r s ö g u r TMM 2014 · 3 95 Hólavallagarður Hún beygði sig niður með erfiðismunum og sópaði blautum haustlaufunum ofan af lágum steininum. Það var farinn að vaxa mosi í dældirnar, grænn feldur fyllti stafina. „Svona er nú það, svona er nú það,“ tautaði hún fyrir munni sér og renndi fingri yfir flauelsmjúkan gróandann. Maður átti víst að hreinsa þennan ófögnuð burt en henni þótti hann fallegur og þóttist vita að Mási hefði ekki amast við honum heldur. Hann var aldrei mikið fyrir þrif. Það voru orðin nokkur ár síðan hún kom síðast og það sást. Fyrir utan mosann mátti finna arfa þar sem áður uxu fjólur og gleymérei og sina síðustu sumra lá yfir leiðinu líkt og grófofin gulhvít ábreiða. „Þú verður að fyrirgefa,“ sagði hún lágt. „Heilsan hefur ekki verið upp á sitt besta.“ Aldurinn háði henni lítið á meðan hún bjó enn á Brávallagötunni, þá var stutt að ganga þennan spöl út í garðinn þar sem Mási hennar hvíldi. Fyrstu árin kom hún nær daglega, þá var hún enn að reyna að átta sig á því að mað- urinn sem leiddi hana um götur bæjarins væri aðeins minning sem myndi dofna með hverjum degi. Hver staður, hvert lag og ljóð, hver skonsa með smjöri, hvert einasta skref sem hún tók og heyrði Mása ekki ganga við hlið sér, var henni áminning um hverfulleika heimsins. Börnin höfðu áhyggjur af henni, sitjandi í kirkjugarðinum í öllum veðrum. Þeim fannst hún lifa í fortíðinni, það var víst ekki heilbrigt. Hún átti að sætta sig við orðinn hlut og njóta áranna sem eftir voru. „Þau vita ekki hvernig það er, Mási minn. Þau hafa enn sína sál, heila og ósnerta. Mín er rifin, hálf í hjartanu, hálf hér og tægjur á milli sem enginn sér nema ég.“ Hún reyndi eftir sem áður að koma vikulega, óháð veðri, en með tímanum lengdist vikan í mánuð og mánuðir í ár. Fyrir nokkrum árum flutti hún svo í nútímalega blokk fyrir eldri borgara í Kópavoginum. Innbúi fimmtíu ára hjónabands var pakkað niður og sett í geymslu, í skiptum fyrir sjúkrarúm, lyftu og flatskjá. Nokkrum myndum og munum var dreift um herbergið til að viðhalda blekkingunni um að hér ætti hún heima. Börnin töluðu um öryggi og þægindi en enginn minntist á sársaukann sem fylgdi því að búa fjarri öllu sem hún þekkti og þótti vænt um. Hún beygði sig niður og reyndi að rífa burt sinuna með höndunum en fór fljótt að verkja í fingurna þegar rakinn og kuldinn læstu klónum í beinin. Það tók því heldur ekki, veturinn var á næsta leiti og þá myndi garðurinn allur leggjast undir snjó. „Ég hef verið að hugsa um okkur,“ hélt hún áfram. Hana verkjaði í bakið við að húka svona yfir leiðinu en var ekki viss um að hún hefði sig aftur á fætur ef hún settist á raka jörðina. „Hérna áður fyrr, manstu? Þegar ég gekk í þunnum sumarkjólum og þú lánaðir mér jakkann þinn svo mér yrði ekki kalt. Manstu, Mási? Mér var aldrei kalt, ég þóttist bara skjálfa af því mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.