Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 102
G u ð r ú n R a n n v e i g S t e fá n s d ó t t i r 102 TMM 2014 · 3 sjónvarpið. Það var eitthvað sem hafði breyst á milli þeirra og hann vissi ekki hvar hann hafði hana lengur. Það var svo einn morguninn að hann sat inni hjá sér og átti engan bók- aðan viðskiptavin þann daginn. Hann ætlaði að nota tímann til að lesa og hvíla sig. Miðilsstarfið krafðist mikillar orku og það var nauðsynlegt að hvíla sig vel annað slagið. Það var mikið að gera hjá Ásdísi þennan dag og hún lék á als oddi. Hann heyrði hana spjalla við viðskiptavini sína og fylgja þeim til dyra með innilegum kveðjuorðum og hlátrasköllum. Af hverju gat hún ekki verið svolítið yfirveguð? Hann saknaði þess tíma þegar hann hafði haft húsið út af fyrir sig á daginn. Það var ekki skrítið að það væri minna að gera hjá honum, það truflaði hann að hafa hana heima allan daginn. Nú heyrði hann rödd unga mannsins og það þyrmdi yfir hann. Hann reyndi að einbeita sér við lesturinn en gat það ekki. Það var stór hnútur í maganum sem ólgaði og hann gat ekki setið kyrr. Hann fór að ganga um gólf í herberginu á meðan raddirnar hækkuðu í herberginu við hliðina. Hann gat ekki meir, hann rauk fram og barði á dyrnar hjá Ásdísi. „Hættið þessum hávaða!“ öskraði hann, en þau virtust ekki heyra í honum og héldu áfram að tala. Hann reif upp dyrnar og sá hvar ungi maðurinn lá á bekknum með lokuð augun og bros á vör. Ásdís hélt hönd yfir enni hans og virtist fara með einhverskonar þulu. Þau létu eins og þau sæju hann ekki, var hann orðinn ósýnilegur? Hann ýtti henni frá og tók utan um háls unga mannsins. Sá virtist ekkert kippa sér upp við breyttar handayfirlagnir á bekknum. Hann öskraði og herti að. Það síðasta sem hann man var að Ásdís togaði í hann og sagði honum að láta ekki svona, að vera ekki afbrýðisamur. Hann situr og horfir út um gluggann á hvítmáluðu herberginu. Hann horfir á há trén hreyfast í vindinum og heyrir regndropa lenda þunglamalega á rúðunni. Hann er þarna en samt einhversstaðar víðs fjarri. Það er ekki góð orka í þessu herbergi og hann þolir ekki að vera þarna, en hann getur ekki hreyft sig, getur ekkert farið. Hann heyrir dyrnar opnast á bak við sig. Heyrir kunnuglega rödd móður sinnar og rödd ókunnugar konu. „Hann er alveg rólegur, en er alltaf að spyrja um einhverja Ásdísi,“ segir sú ókunnuga. „Hún hefur aldrei verið til nema í huga hans, hann hefur búið einn alla tíð,“ segir móðir hans mæðulega. „Ég vissi það strax þegar hann var barn að það var eitthvað ekki eins og það átti að vera, hann var ekki eins og önnur börn. En að hann gæti gert eitthvað svona hræðilegt hefði mér aldrei dottið í hug.“ Hann heyrir móður sína bresta í grát og langar til þess að hughreysta hana. Hann reynir að segja eitthvað en kemur ekki upp orði, tungan er dofin eins og allur líkami hans. Hann heldur bara áfram að horfa út um gluggann og þegir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.