Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 115
Á d r e pa TMM 2014 · 3 115 ana og ýtti upp undir júgrið til að fá hana til að selja. Og svo byrjaði mjólkin, fyrst hvellar bunur í tóma fötuna og svo seinna þegar botnfylli kom og froðan tók að myndast þessi djúpi taktfasti baritón púls í kyrrðinni, hendurnar orðnar heitar af hreyfingunni og stórum hlýjum mjólkurfullum spenum, vindur og fjúk á glugga en inni friður og jórtur og mjólkurslög. Búbót stóð oftast fyrir aftan mig, og ýmist lagði hökuna á öxl mér eða þrýsti snoppunni töluvert fast á ská í mjóbakið svo andardráttur hennar hvein úr ann- arri nösinni. Það var til að minna á sig, jafnvel þótt ég væri búinn að tutla úr henni. Ef sú sem ég mjólkaði vildi stíga skref áfram svo ég þurfti að forða mjólkurfötunni og aka mér áfram á kollinum þá fylgdi Búbót mér sem best hún gat í þvögunni. Þær stóðu alltaf þéttastar í kringum þá sem mjólkuð var á hverjum tíma, þar var miðdepill heimsins. Baula var erfiðust, ég þurfti alltaf að taka í hala hennar og skorða hann með enninu uppað síðunni til að fá ekki taktföst högg í höfuð og herðar. En – og nú nálgast ég aftur kjarnann í þessum hugleiðingum – Baula var fúndamenta- listinn í fjósinu. Hún boðaði eitt alltum- faðmandi lögmál. Það var æðra og forn- ara en miðjumoðið Aldrei að víkja. Lög- mál Baulu var Ýttu betur. Enginn ýtti henni úr vegi. Þegar ég klemmdi halann hennar með enninu upp að síðu hennar, færði hún þyngdina yfir á hægri hlið og klemmdi á móti. Halinn varð pikkfastur á milli okkar. Það voru mikil átök, og ég þurfti oftast að taka mér hvíld eftir að hafa mjólkað hana. Það bar til eitt kvöld um hávetur þegar hvein í snjósköflunum úti, að ég var lengst frá steinolíutírunni í norð- austur horni fjóssins, þar sem átti eftir að smíða jötur, og sá lítið. Kýrnar stóðu í þéttum hnapp upp að veggnum og voru eitthvað að samhugsa. Ég var að leita að Kolbrúnu sem var ein eftir ómjólkuð, þuklaði undir þeim einni og einni til að finna fullt júgur, líklega voru þær að fela hana fyrir mér. Ég sá ekki Baulu í hálfskímunni, fannst vera Branda systir hennar, vitur kýr og elli- fögur. Ég byrjaði að olnboga mig milli hennar og veggjarins. En það var Baula, og enginn ýtti við Baulu. Hún ýtti strax á móti, klemmdi mig upp að veggnum með allri sinni óvægnu kreddutrú. Ég var fastur, hjálparlaus. Því meir sem ég streittist á móti til að losna, því fastar hélt hún mér. Ég man ég var hræddastur um að hún myndi beygla blikkfötuna. Ég gat varla andað. En sem betur fer tók rökhugsun hins viti borna fjósamanns yfirhöndina og sagði mér að hætta að sýna mótþróa. Ég stóð grafkjurr, reyndi jafnvel að anda ekki, vonaði að hún fyndi ekki hvernig hjartað hamaðist. Það tók dálitla stund. Svo gleymdi hún mér, og smám saman losnaði um mig. Ég stóð áfram hreyfingarlaus, líkaminn í stálgreipum rökhugsunar. Við minnstu hreyfingu vissi ég að ég yrði aftur fangi. Eftir óralangan tíma kom að því að hægar straumrásir fjóssins hrifu Baulu með sér, og hún fetaði áfram sína leið. Svo fann ég Kolbrúnu og hún var fegin að sjá mig, júgrið þanið. Stundum varð uppsteytur í fjósinu, einhver var yxna og vildi upp á bakið á aðra, sagt var að beljan væri að ríða, og þá þurfti að slá á þráðinn í Hvanneyri og hafa heitt vatn og sápu og handklæði tilreidd fyrir sæðingarmanninn. En stundum fældist hópurinn af engum sýnilegum ástæðum, þusti til og frá með látum, og þurfti þá að hafa hraðar hend- ur til að bjarga mjólkurfötu og kollin- um. Framan af tók ég þátt í hræðslu- köstunum og öskraði og olnbogaði til að reyna að ná stjórn á hjörðinni. Paník
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.