Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 118
118 TMM 2014 · 3 Fríða Björk Ingvarsdóttir Íslensk innanmein Jón Kalman Stefánsson: Fiskarnir hafa enga fætur, Bjartur 2013 Fiskarnir hafa enga fætur, skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, sem hlaut mikið lof á síðustu bókavertíð, kemur dyggustu lesendum hans líklega kunn- uglega fyrir sjónir. Efnistökin og ekki síst málfarið er náskylt því sem helst styrkti rómaðan þríleik hans um líf fólks til sjávar og sveita um aldamótin þar síðustu. Viðfangsefni þessa nýja verks er þó fyrst og fremst samtíminn. Ytri ramminn er mjög knappur, ekki nema dagstund, en innri tími sögunnar er mun rýmri, þar sem í aðra röndina er um einskonar ættarsögu að ræða og for- tíðinni er teflt fram til þess að ljá sögu- sviðinu samhengi og draga fram orsakir og afleiðingar í mannlegu hátterni. Aðalsögupersónan, útgefandinn og skáldið Ari, er á heimleið til að sinna föður sínum sem virðist vera dauðvona. Forsagan um uppruna Ara og æviferil fram að þessari heimkomu er rakin með brotakenndum hætti af alvitrum sögu- manni, en einnig með afturliti til ævi- skeiða forfeðra hans og formæðra á Austurlandi, sér í lagi afa hans og ömmu, Odds og Margrétar. Verkið fjallar um íslenskt alþýðufólk. Ari á ættir að rekja til sjómanna, faðir hans er múrari, en móðir hans sem lést fyrir aldur fram og „breyttist í fjarveru“ (bls. 23) bjó yfir listrænum streng líkt og hann sjálfur, Margrét amma og reyndar fleiri konur í ættboga Ara. Eins og geng- ur hefur lítið orðið úr listrænu framlagi þessara kvenna – höfundurinn dregur fram hefðbundnar ástæður fyrir því sem ríma við það sem við þekkjum af reynsluheimi þeirra í gegnum árhundr- uðin. Ari hefur í uppvexti sínum og lífi mótast mjög af dauða móður sinnar. Enda breyttist hún ekki einungis í „fjar- veru“ við dauða sinn eins og fyrr var getið heldur í „svarthol. Breyttist í sár sem aldrei var rætt: Sár sem aldrei er rætt, aldrei hlúð að, verður með tíman- um að ólæknanlegu innanmeini“ (bls. 23). Leiða má líkur að því að heimkoma Ara snúist um að hlú loks að slíkum sárum, ekki bara hans eigin heldur einnig fjölskyldunnar allrar, ekki síst barna hans sem hann hefur átt í minna sambandi við en hann hefði viljað eftir að hann brást eiginkonu sinni þannig að það leiddi til skilnaðar. Svo virðist sem hann vilji græða „innanmeinin“; forðast það að líkjast sínum eigin föður, vera afskiptalaus og kaldur líkt og hann. Mestalla söguna er Ari í f lugvél frá Kaupmannahöfn og nálgast óðum Keflavík. Hann er í einskonar limbói, hvorki þar né hér. Þessi óræða staðsetn- ing, eða millibilsástand, veitir sögu- manni og Ara sjálfum tækifæri til að rifja upp og rekja söguna út og suður; til fortíðar, uppvaxtar og sameiginlegra minninga. Sá hængur er hins vegar á að þessi frásagnarmáti verður einnig til þess að sagan sjálf lendir í fullmiklu limbói og skortir skýran fókus. Helsta sögusvið verksins er Keflavík, bærinn sem samkvæmt Fiskarnir hafa enga fætur átti sér tæpast viðreisnar von fyrr en Varnarliðið kom til sögunnar með straumum og stefnum bandarískra D ó m a r u m b æ k u r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.