Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 79
M a ð u r á s t r ö n d o g l e i t i n a ð j a f n væ g i TMM 2017 · 2 79 nýtt um Meursault, mömmu hans, Marie vinkonu hans, morðið, sólina, réttarhöldin og … Arabann. Í þeirri ríkulegu flóru tímaritsgreina og bóka um Útlendinginn sem litið hafa dagsins ljós allt frá útgáfu verksins er skáld- saga alsírska rithöfundarins og blaðamannsins Kamels Daoud, Meursault, contre-enquête (Meursault, gagn-rannsókn) frá árinu 2013 líklega ein sú for- vitnilegasta.5 Daoud segir sögu Arabans sem Camus skildi við í sandinum, nafnlausan og dauðan. Um hann verður fjallað í þessari grein sem hverfist um átök og ádeilur en líka um eina af uppsprettum skáldskaparins: hvers- dagslegan atburð úr daglega lífinu. Í bók sinni, Looking for The Stranger. Albert Camus and the Life of a Literary Classic, veltir bandaríski bókmenntafræðingurinn og þýðandinn Alice Kaplan því fyrir sér hvers vegna áhrif og útbreiðsla þessarar fyrstu útgefnu skáldsögu hins unga og óþekkta Camus hafi verið eins mikil og raun ber vitni.6 Hún rekur vinsældir Útlendingsins til fyrstu ensku þýðingarinnar á verkinu, frá 1946, sem höfundurinn var reyndar ekki alls kostar ánægður með, og kynningar á verki hans í Bandaríkjunum. Þar með hafi Camus orðið einn af þekktustu höfundum tuttugustu aldarinnar. Kaplan fylgir Camus skref fyrir skref og tínir til ótal þræði úr fortíð og samtíma höfundar – persónur, atvik og staði – sem höfundurinn fléttar saman í skáldsögunni. Hún segir frá ýmsum þáttum í lífi Camus sem gætu hafa haft áhrif á tilurð verksins, svo sem starfi hans sem blaðamaður í Algeirsborg þar sem hann skrifaði meðal annars um réttarhöld. Hún rifjar upp dvöl hans í hinni her- setnu París þegar hann vann að skáldsögunni, minnist á berklana sem hrjáðu hann allt frá unglingsárum og settu svip sinn á viðhorf hans til lífsins. Hún fjallar um gagnrýni á verk hans, bæði þá fagurfræðilegu og þá pólitísku sem beinist einkum að því hvort morðið á ströndinni og nafnleysi fórnarlambsins hafi endurspeglað viðhorf Camus til Araba í Alsír þegar verkið var skrifað. Einnig nefnir hún bókmenntaverk sem höfundurinn las sem ungur maður og skáldsögur sem nutu vinsælda í Frakklandi á þessu tímabili, og bendir sérstaklega á áhrif skáldsögunnar The Postman Always Rings Twice eftir James M. Cain, sem kom út í franskri þýðingu árið 1936. Þaðan telur hún að höfundurinn hafi fengið hugmyndina að því að láta sögumann segja, í fyrstu persónu, frá glæp sínum úr fangaklefa áður en hann er tekinn af lífi og að kalla manninn á ströndinni „Araba“ í stað þess að gefa honum nafn. Þangað rekur hún þann minimalíska stíl sem einkennir verkið þótt fleiri verk og höf- undar, t.d. Hemingway, hafi einnig verið nefnd sem áhrifavaldar þegar stíll Camus á í hlut.7 Eitt af því fyrsta sem lesandi Útlendingsins tekur eftir er einmitt stíllinn. Í þessari fyrstu persónu frásögn, sem hefur alla jafna þau áhrif að færa lesanda nær sögumanni þar eð sagan er sögð frá hans sjónarhorni, eru setningarnar iðulega stuttar og einfaldar. Franski fræðimaðurinn Roland Barthes talaði um „litlaus“ eða „hlutlaus“ skrif (fr. écriture blanche) þegar hann fjallaði um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.