Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 81
M a ð u r á s t r ö n d o g l e i t i n a ð j a f n væ g i TMM 2017 · 2 81 þar sem Meursault drepur Araba sem liggur einn í forsælu við uppsprettu. Í síðari hluta verksins fylgjumst við með yfirheyrslum, réttarhöldum og hugs- unum Meursault í fangelsinu. Í sögulok situr hann í fangaklefa og bíður þess að vera tekinn af lífi. Þótt þátíðarmyndir sagnorða í frásögn Meursault hafi vakið athygli er það þó frekar framkoma hans, tilsvör og hugsanir sem vafist hafa fyrir les- endum og gera enn. Sumir hrífast af einlægni hans og hreinskilni, öðrum finnst hann tilfinningalaus, dofinn, skeytingarlaus, leiðinlegur, pirrandi eða heimskur. Enn öðrum finnst hann óskiljanlegur eða jafnvel siðlaus: Hann grætur ekki yfir líki móður sinnar, veit ekki hvað hún var gömul, horfir á gamanmynd daginn eftir jarðarförina, veit ekki hvort hann elskar konuna sem hann sefur hjá, hjálpar kunningja sínum við að koma höggi á fyrrverandi kærustu og drepur svo ókunnugan mann sem hann á ekkert sökótt við. Við yfirheyrslu segist hann hafa skotið manninn vegna sólarinnar en iðrast þess ekki og þegar dómur er fallinn hafnar hann Guði og fyrirgefningu hans og segist svo endurtaka allt á sama hátt ef hann fengi annað líf. Nokkrum mánuðum eftir útgáfu Útlendingsins sendi Camus frá sér rit- gerðina Le Mythe de Sisyphe þar sem hann fjallar meðal annars um absúrd- ismann og þögnina sem glymur í eyrum þess sem innir heiminn eftir merkingu. Bæði verkin tilheyra þeim flokki ritverka hans sem hann kallaði absúrd-verkin.13 Þótt Sartre hafi farið lofsamlegum orðum um skáldsöguna og skipað höfundi hennar í hóp franskra eða frönskumælandi hugsuða, ásamt t.d. Pascal og Rousseau, átti hann erfitt með að skilja sögupersónu sem syndir í sjónum, slær sér upp með stúlku og fer í bíó daginn eftir að mamma hans er jörðuð. Hann taldi að í Le Mythe de Sisyphe, sem hann gerði góðlátlegt grín að, hefði Camus lagt fram skýringar á Útlendingnum og aðal- söguhetju verksins sem væri hvorki góð né vond, siðlaus né mórölsk, heldur „absúrd“. Í því felist að Meursault sé saklaus vegna þess að absúrd maður lifir í núinu og þarf því ekki að réttlæta neitt; þess vegna fylgi hann ekki reglum samfélagsins. Þannig sé útlendingur Camus framandi í augum annarra á bæði jákvæðan (Marie finnst hann skrýtinn) og neikvæðan hátt (rétturinn dæmir hann til dauða). Skáldsagan sem slík skýri sig ekki sjálf vegna þess að absúrd söguhetja lýsir en útskýrir ekki og þannig verðum við að taka henni: sem stuttri samveru eða samruna höfundar og lesanda, handan skyn- seminnar.14 Sjálfur sagði Camus verkin tvö vera nátengd, að þau fjölluðu um það sama og jafnvel að saman mynduðu þau eitt verk. Í fyrrnefndum inn- gangi verksins frá 1955 sagði hann svo Meursault vera mann sem er dæmdur til dauða vegna þess að hann neitar að leika leikinn og því sé hann utangátta í því samfélagi sem hann býr í. Með því að leika ekki leikinn neiti hann að ljúga; að ljúga sé ekki bara að segja ósatt heldur einnig að segja meira en það sem er satt og meira en maður finnur. Það geri fólk iðulega til að einfalda sér lífið. Meursault komi hins vegar til dyranna eins og hann er klæddur, neiti að dylja tilfinningar sínar og sé haldinn ástríðu fyrir sannleikanum og hinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.