Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 82
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 82 TMM 2017 · 2 algera: „Þess vegna fælust ekki mikil mistök í að lesa Útlendinginn sem sögu um mann sem, án þess að drýgja hetjudáðir, er fús til þess að deyja fyrir sannleikann. Ég sagði einnig, og það er mótsagnakennt, að ég hefði reynt að setja í sögupersónuna þann eina krist sem við verðskuldum“.15 En er Meur- sault jafn saklaus og Camus gefur í skyn hér? Meursault kennir sólinni um þegar hann er spurður um morðið á Arab- anum. Hann fór einn út í steikjandi hitann með byssu félaga síns í vasanum og sá Arabann sem lá í sandinum; honum sýndist glitra á hnífsblað í hendi hans, brennandi sólin helltist yfir hann og hann skaut. Ekkert í senunni getur réttlætt morðið, allra síst hvers vegna Meursault skýtur fimm skotum á liggjandi mann. Hér hafa fræðimenn, t.d. Roland Barthes, séð skyldleika milli sólarinnar sem íþyngir Meursault og hefur áhrif á gerðir hans og sólarinnar sem birtist í verkum forngrísku skáldanna og í goðsögum en þar hefur guðinn Helíos sitt að segja um örlög mannanna.16 Þessi tenging fellur vel að þeirri „miðjarðarhafshugsun“ (fr. la pensée du midi) sem Camus átti síðar eftir að fjalla um í skrifum sínum. Hún hefur þó ekki dugað til að lægja raddir þeirra lesenda sem sjá í þessu atviki fyrirlitningu Camus á Alsíringum. Skáldsagan Útlendingurinn er samin á miklum umbrotatímum og þótt margir hafi fjallað lofsamlega um Camus og verk hans hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega. Deilur hans og Sartre eru mörgum kunnar en þær sneru einkum að Alsírdeilunni og kommúnisma, sem Camus gagnrýndi í L’homme révolté. Alsír varð frönsk nýlenda árið 1830 og þangað fluttist stór hópur innflytjenda, einkum frá Frakklandi en einnig frá fleiri löndum, s.s. Spáni og Ítalíu. Um miðja 20. öld var hlutfall íbúa landsins þannig að Alsíringar, einkum Arabar og Berbar, voru um níu milljónir en nýlendubúar, þ.e. afkomendur evrópskra innflytjenda, um ein milljón. Þeir síðarnefndu bjuggu flestir í Algeirsborg, Oran eða Constantine en hluti þeirra stundaði landbúnað. Þótt margir þeirra byggju við fátækt var staða þeirra önnur en múslima og voru þessir hópar að mestu leyti aðskildir og nutu ekki sömu réttinda í landinu. Upphaf sjálfstæðisbaráttu Alsíringa er oft rakið til ársins 1945 þegar átök brutust út við fagnaðarlæti í lok síðari heimsstyrjaldar en árin þar á undan hafði einnig borið á mótmælum. Frakkar mættu þessu af mikilli hörku og út braust grimmdarlegt stríð árið 1954 sem lauk árið 1962 með fullu sjálfstæði Alsír. Líkt og margir franskir menntamenn studdi Sartre sjálfstæðisbaráttu nýlendunnar en Camus var andsnúinn aðskilnaði landanna og vildi að Alsíringar og nýlendubúar lifðu saman í sátt. Það er ef til vill ekki furða að Camus, sem fæddist og ólst upp í Alsír, hafi sætt gagnrýni fyrir það að hafa ekki sýnt kröfum Alsíringa um sjálfstæði frá Frakklandi meiri skilning. Í flestum verka hans eru þeir nafnlausar söguper- sónur og þöglar. Því má spyrja hvers vegna sú heimsmynd sem þar kemur fram endurspegli fyrst og fremst hið frönskumælandi samfélag landsins en ekki þann flókna veruleika Alsírbúa sem Camus þekkti þó mæta vel. Árið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.