Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 83
M a ð u r á s t r ö n d o g l e i t i n a ð j a f n væ g i TMM 2017 · 2 83 1970 sendi Conor Cruise O’Brien frá sér bók sem kom af stað umfjöllun um verk Camus í anda síðnýlendufræða í hinum enskumælandi heimi.17 Edward W. Said hélt áfram á sömu braut í kafla sem hann helgaði höfundinum í ritinu Culture and Imperialism árið 1993 þar sem verk Camus eru sett í sam- hengi við nýlendustefnu Frakka í Alsír.18 Camus var vissulega innfæddur Alsírbúi en hann var af evrópskum upp- runa og menntun hans var að öllu leyti frönsk eins og ævisöguritarar hans lýsa í verkum sínum, þar á meðal Herbert R. Lottmann og Olivier Todd. Hann hóf ungur störf sem blaðamaður og skrifaði um ofbeldi, fátækt og mis- rétti í blaðagreinum sínum sem komu út árið 1958 í Chroniques algériennes. Hann hefði því átt að hafa skilning á stöðu Alsíringa og baráttu þeirra gegn nýlenduherrunum, ekki síst á tímum þegar gömul nýlenduveldi voru að liðast í sundur, sbr. stríðið í Indókína og baráttu Indverja sem fengu sjálfstæði 1947. Said nefnir ýmsa höfunda sem settu fram allt aðra sýn á Alsír í ritum sínum, bæði Frakka og Alsírbúa, og bendir á að verk Camus, sem skrifuð séu fyrir franska lesendur, endurspegli hins vegar yfirlætislega nýlendusýn Frakka og þar sé Meursault dæmi um þá stöðu – blindgötu – sem nýlendubúar voru í: að eiga ekkert val, enga möguleika, sem kemur fram í sannfæringu hans um að hafa haft rétt fyrir sér og að hafa enn rétt fyrir sér; að gera það sama ef hann fengi annað tækifæri, lifa aftur og lifa eins. Þess vegna hafi frásagnir Camus aðeins getað orðið til í slíku samfélagi og á þessum sögulega tíma: „í þeim sé neikvæður þróttur þar sem hin harmræna, mannlega alvara nýlendustefnunnar kemur skýrt fram á stórbrotinn hátt, í síðasta sinn, áður en hún verður rústir einar. Þær tjá sóun og sorg sem við höfum enn ekki náð að skilja til fulls eða jafnað okkur á.“19 Þrátt fyrir gagnrýni og deilur, ekki síst í Frakklandi, fékk Camus Nób- elsverðlaunin árið 1957 og eftir dauða hans 1960 jukust enn vinsældir hans utan Frakklands en líka í heimalandinu. En hvernig, spyr franski bókmenntafræðingurinn Yves Ansel, gat Camus sem var í hálfgerðri ónáð meðal frönsku heimspekielítunnar eftir útgáfu L’homme révolté 1951 og vegna afstöðu sinnar í Alsírdeildunni, orðið þessi „þjóðarhetja“ sem hann er enn í dag. Það er viðfangsefni hans í bókinni Albert Camus, totem et tabou. Politique de la postérité sem kom út árið 2012. Þar lýsir hann því hvernig opinber pólitískur vilji og hugmyndafræði liggi að baki velgengni höfundarins, frekar en verkin sjálf. Enn sé sterkur vilji til þess í Frakklandi að varðveita minningu Camus og horfa framhjá því sem er raunverulega að finna í verkum hans. Þau hafi smátt og smátt öðlast það vægi sem þau hafa í dag, orðið „klassísk“, þegar í ljós komu óþægilegar staðreyndir um Stalín og kommúnismann, sem Sartre hafði varið en Camus gagnrýnt og líkt við nasismann, og frægðarsól Sartre fór að dvína. Fall Berlínarmúrsins hafi enn frekar verið til vitnis um að Camus hafi haft rétt fyrir sér. Í þessu sam- hengi má geta þess að á 50 ára dánarafmæli Camus, vildi þáverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, láta flytja jarðneskar leifar hans frá bænum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.