Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 86
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 86 TMM 2017 · 2 sem Meursault drap á ströndinni. Allt snýst um þennan atburð sem tvær blaðaúrklippur á frönsku segja frá í fáum orðum. Út frá þeim þarf Haroun að spinna mun lengri frásögn fyrir móður sína sem skilur ekki frönsku og les ekki blöðin. En hvernig var hægt að sýna dánum manni svona lítinn áhuga? spyr sögumaður sem neitar fáránleika þessa dauða og vill að réttlætið nái fram að ganga, ekki réttlæti dómstóla heldur réttlæti jafnvægisins. Hann lærir frönsku meðal annars til þess að segja sögu þessa manns sem bók- staflega gufaði upp: „Þetta er einfalt: það þurfti að endurskrifa þessa sögu, á sama tungumáli en frá hægri til vinstri. Það er að segja með því að byrja á líkamanum meðan hann var enn lifandi, húsasundunum sem hann þræddi á leið sinni að dauða sínum, fornafni Arabans, þar til hann og kúlan hittust.“31 Kamel Daoud leikur sér að útlendingi Camus: Haroun vill ekki mjólk út í kaffið og hann hefur illan bifur á hafinu sem hann grunar um að hafa borið lík bróður síns í burtu, en um leið er hann ekki svo frábrugðinn Meursault. Mæður beggja eru ekkjur og báðir láta þeir sér leiðast einn dag í viku. Hafi Camus sætt gagnrýni fyrir það að gefa Arabanum enga sögulega dýpt, ekkert nafn – „maður getur misst nafn sitt, lífið og svo eigið lík á einum degi“32 – þá er það morðinginn sem hér er óþekktur og enginn veit neitt um. Og hvað þýðir Meursault? spyr Haroun. „Meurt seul“ [Deyr einn]? „Meurt sot“ [Deyr heimskur]? „Ne meurs jamais“ [Deyðu aldrei]?33 Arabísk nöfn koma í stað þeirra frönsku og Meursault, sem var, þegar allt kemur til alls, aldrei kall- aður útlendingur eða étranger í sögu Camus, er hér el-roumi [útlendingur] eða El-Merssoul [sendiboðinn]. Marie er Meriem og fórnarlambið nafnlausa ber heitið Moussa. Það nafn notar sögumaður reyndar líka fyrir ýmsa sem hann umgengst, en það mætti allt eins kalla Moussa Zoudj („tveir“) með til- vísun í dauðastundina. En hver er þessi Moussa og hvað var hann að gera á ströndinni þennan dag klukkan tvö? Haroun segir frá eldri bróður sínum, því litla sem hann man frá bernskuárunum, en Moussa er líka Meursault og Mersault er Camus, og Haroun gerist loks sekur um sama glæp og Meursault til að ná hinu langþráða jafnvægi … Atburðir og sögupersónur renna saman og í þeim samruna leynist líklega frjóasti þáttur skáldsögunnar. Þessu nær Daoud fram með því að leita enn í smiðju Camus og nota frásagnartæknina sem beitt er í Fallinu: Þar situr lögfræðingurinn Clamence á dimmri krá í Amsterdam og staupar sig milli þess sem hann lætur móðan mása um fyrra líf og fornar syndir við viðmælanda sem lesandinn veit aldrei hver er, og er kannski bara hann sjálfur; í Oran er það gamli Haroun sem drekkur á barnum Titanic og talar við þann sem hlustar. Í skáldsögunni Meursault, contre-enquête glittir í brot úr fleiri verkum Camus og haldi lesandinn að höfundurinn hafi ætlað að ná sér niðri á starfsbróður sínum með þessari endursögn er það misskilningur. Sýn hans á atburðina sem sagt er frá í Útlendingnum er vissulega önnur, hér er önnur útgáfa af sögunni sem Meursault segir, kannski „sannari“ eins og sögu- maður virðist gera sér vonir um í upphafi, kannski ekki, en að minnsta kosti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.