Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 95
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 95 færar leituðu því jafnt og þétt inn í ljóðið og ekki síður skáldsöguna – það verður í reynd hentug aðferð til að snúa á ritskoðunina og viðra háskalegar hugmyndir að koma þeim fyrir í deilum og átökum milli tilbúinna per- sóna. Það eru skáldin sem halda um strengina og stjórna umræðunni. Þeir fara með dagskrárvald sem menn kalla svo. Miklu heldur en forystumenn í pólitískum samtökum sem reynt var að koma á fót – þótt ekki væri nema vegna þess að þeirra möguleikar á að láta til sín heyra voru í reynd mun tak- markaðri en höfunda skáldsagna. Dæmi um þetta eru mörg. Eitt áhrifamesta rit rússneskt á nítjándu öld er skáldsaga sem heitir einmitt Hvað ber að gera? (Shto delatj). Hún er eftir róttækan samfélagsrýni, Nikolaj Tsjernyshevskij, skrifuð árið 1862, og segir frá ungu fólki sem segir skilið við ætt og stétt, ríkjandi hugmyndir um fé og frama og kynjahlutverk og byrjar nýtt líf. Rödd höfundarins er mjög frek til athygli, hann játar hreinskilnislega að hann sé ekki á sömu buxum og aðrir rithöfundar heldur vilji hann kenna lesendum að lifa vel með því að lýsa því hvernig „nýjar manneskjur“ geti orðið til. Í sögunni sjáum við hvernig ung kona, Vera Pavlovna, gerir uppreisn gegn eiginkvennahlutverki sem henni er ætlað, tengist framsæknum körlum í frjálsum ástum og haslar sér völl í samfélaginu með því að stofna saumastofur á sameignargrundvelli, þar sem allir vinna saman og bera jafnt úr býtum. Mörgum ber saman um að þessi skáldsaga hafi alið upp heila kynslóð af róttæklingum, af virkum útópistum sem trúðu því að allt öðruvísi samfélag gæti byrjað strax á morgun, bara ef þeir sjálfir gengu djarfir „út til fólksins“ og töluðu til þess af einurð. Þó ber flestum saman um að skáldsagan sem slík sé viðvaningsleg og stórgölluð. Sagnameistarinn Dostojevskij taldi hana framúrskarandi heimskulega að auki og jós óspart yfir hana háði í sínum verkum. En hér kemur að okkur ein þversögnin enn þegar svara þarf spurningum um áhrifamátt skáld- verka í sögu samfélaga: það eru ekki endilega bestu verkin sem hafa drýgstu áhrifin, aldrei á vísan að róa með það, heldur þær bækur sem geta með sínum hætti kveikt í tundri sem bíður neista, í þessu dæmi í hugsun ungra Rússa sem töldu sig þurfa að brjótast út úr fangelsi ríkjandi ástands. Hvað ber að gera var reyndar skrifuð meðan höfundur sat í fangelsi og beið eftir langri Síbiríuvist sem varð hans bani. En sem fyrr segir: sagan hrærði sálir margra kynslóða ungra Rússa, ekki síst framtíðarspádómar hennar um þá fögru Staðleysu eða Útópíu sem fyrrnefnd Vera Pavlovna sér í draumum. Í lokadraumi hennar rísa hallir úr krystal og áli og búa í hverri þeirra þúsund manna kommúnur. Á daginn stundar fólkið nytsöm störf en skemmtir sér á kvöldin við músík, leiklist og fögur fræði. Vera Pavlovna heyrir þessi frægu orð draumkonu sinnar sem sovésk börn síðar meir voru látin læra utan að sem spádóm um eigin framtíð: „Þú hefur nú kynnst framtíðinni … Segðu öllum: þetta er framtíðin, fram tíðin er björt og fögur. Elskið hana, leitið hennar, starfið í hennar þágu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.