Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 96
Á r n i B e r g m a n n 96 TMM 2017 · 2 nálgist hana, færið frá henni til nútímans allt sem þið getið. Líf ykkar verður bjart og gott, ríkt að gleði og nautn allt eftir því hve mikið þið getið fært af henni til nútímans.“ Í bókinni Endurnýttur tími (Vremja sekond hand, 2013), sem Nóbelsverð- launahöfundurinn Svetlana Alexijevitsj byggir á ótal samtölum við síðustu kynslóðir sovétborgara, minnast sumir þeirra einmitt á skáldsögu Tsjerny- shevskijs sem eitt af þeim ritum sem varð þeim að leiðarljósi frá ungum aldri. Trúin á mikinn áhrifamátt skáldskapar sameinaði bæði andstæðinga eins og Tsjernyshevski og Dostojevskij, sem og rithöfunda og gagnrýnendur og lesendur af ýmsu tagi. Trúaða jafnt sem trúlausa, þjóðernissinna og þá sem fúsir voru til að opna upp á gátt fyrir vestrænum áhrifum, róttæklinga og íhaldsmenn. Um leið má segja að þeir hafi hver með sínum hætti siglt undir fána sem heimspekingurinn Nikolaj Berdjajev kallaði „rússkaja ideja“ (rúss- nesk hugmynd, hugsjón) og hann hefur gert grein fyrir, bæði í samnefndri bók sem og annarri sem hann nefndi „Rætur og merking hins rússneska kommúnisma“ (Istoki i smysl rússkogo kommúnizma) en bæði þessi rit samdi Berdjajev í útlegð í París. Með „rússkaja ideja“ er átt við þá meginhugmynd, þann grundvallarþátt í lífsviðhorfum Rússa, einkum menntamanna, sem lesa má úr hugarfarssögu Rússlands. Rússkaja ideja er að mati Berdjajevs og reyndar margra fleiri, mjög útbreidd trú á sérstakt hlutverk Rússa í sögunni, á rússneska þjóð sem boðbera þeirra sanninda sem mestu skipta, ekki aðeins fyrir Rússland sjálft heldur og allan heim. Rússneskur söguskilningur er sagður mótast af þeirri „frelsunarguðfræði“ að í rússneskri þjóð leynist miklir kraftar, hún sé þjóð framtíðarinnar sem muni leysa þau vandamál sem leitt hafi Vesturlönd í ógöngur. Þessi söguskilningur er svo jafnan að verki með ýmsum hætti í rússneskri ljóðlist og skáldsögum. Ef til vill var fagnaðarerindið tengt útbreiðslu þess sannasta og besta kristindóms sem menn eins og Dostojevskij vildu finna í rússnesku mann- lífi. Ef til vill vonum sem róttækir hugsuðir eins og Alexander Herzen eða narodnikar (alþýðuvinir) héldu á lofti um að Rússar gætu haft forystu um að koma á sósíalisma án þess að menn þyrftu fyrst að gangast undir valdaskeið borgarastéttar og kapítalisma eins og gerst hafði á Vesturlöndum. Um leið sýna hugsandi og skrifandi menn mikla trú á þann „sannleika“ sem búi með alþýðunni (hvort heldur hann tengist kristnum rétttrúnaði eða samvinnu- lífsháttum í sveitum), og taka hann flestir fram yfir þær kenningar sem þeir menntuðu hafa flutt inn eða fundið upp á. En ef Rússar, segir Berdjajev, tileinka sér vestrænar hugmyndir lyfta þeir til vegs einhverri kenningu eða tilgátu sem á Vesturlöndum gerir ekki tilkall til að vera allur sannleikurinn og gera hana að einskonar heilagri opinberun sannleikans. Því „strúktúr sálarinnar“ er jafnan sá hjá hugsandi Rússum að menn skuli játa einhverja „rétta trú“. Sömu leið fer rússneskur marxismi, hann fær fljótt helstu ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.