Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 103
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 103 Samt er með þessum mönnum nokkur skyldleiki. Margt er t.d. hliðstætt í afstöðu Tolstojs og Majakovskijs til bókmennta. Báðir hrekjast þeir oftar en ekki milli upphafningar á þeim og afneitunar þeirra. Einkum og sérílagi eiga þessir tveir gjörólíku menn það sameiginlegt að fyrirlíta flest það sem aðrir menn höfðu verið að skrifa í landinu. Báðir fóru afar niðrandi orðum um tilgangsleysi, gagnsleysi og lágkúru sjálfhverfra ljóða sem snerust um angist skáldanna sjálfra og tíðindalitlar ástir eða þá um skáldsögur um lífs- leiða, sukk og ómerkileg framhjáhöld. Hinn kristilegi anarkisti Tolstoj og sá uppvöðslusami bóhem Majakovskij lýstu báðir, af misjafnri kurteisi þó, frati á bókmenntir þær sem á boðstólum voru, enda væru þær yfirstéttarlúxus. En svo skilja leiðir rækilega þegar kemur að því að svara hvað eigi að koma í staðinn. Tolstoj vill helst skrifa uppbyggileg rit og aðgengileg fyrir alþýðuna um rétt og rangt og hvernig lifa skal. Majakovskij vill virkja orðsins list í hranalegum kvæðum sem hvetja menn til þess að rífa í rústir og byggja á ný: steiktu, brenndu, skerðu, brjóttu. Báðir eru sterkastir í niðurrrifinu og það er niðurrifið sem skiptir máli mestu máli í aðdraganda byltingar. Og einmitt í niðurrifinu er Tolstoj sterkari en fútúristinn ungi, þótt dauður sé þegar byltingin hefst. Hann hefur verið lengi og mikið lesinn. Hann var svo mikils metinn að einvaldur keisari þorði ekki að hreyfa við honum – jafnvel þótt Tolstoj hefði hvatt til þess að þegnar hans neituðu að gegna herþjónustu. Hann verður eitt merkasta dæmi sem til er um það að í ófrjálsu þjóðfélagi getur mikill rithöfundur orðið eins og einskonar hliðarríkisstjórn, eins og Alexander Solzhenytsin komst að orði síðar. Hann eignaðist líka fjölda áhangenda sem trúðu heitt á boðskap hans og reyndu að fylgja honum í verki, meðal annars í sérstökum sambýlum sem þeir gáfu hans nafn. Tolstoj hlaut áratugum saman hið mesta lof fyrir það hve snjall hann væri að „rífa af mönnum grímurnar“ – afhjúpa þá. Leiða fram bæði það sem ein- staklingar vilja síst kannast við hjá sjálfum sér og svo syndir samfélagsins: hræsni, rangláta skiptingu lífsgæða, harðar refsingar. Hann tók til að mynda upp hanskann fyrir dæmda bændur sem borguðu ekki skatta og sértrúar- menn sem neituðu að gegna herþjónustu. En það sem varð drýgst til áhrifa og setur sterkastan svip bæði á skáldsögur og ritsmíðar var það að Tolstoj komst að þeirri niðurstöðu að líf hans sjálfs og annarra yfirstéttarmanna væri svo ranglátt að ekki yrði við unað. Þessi greifi og landeigandi sagði sem svo: líf okkar er reist á herfilegri misskiptingu eigna og gæða og þrælkun á fátækum: við étum það í einu gestaboði sem heil bændafjölskylda þarf til að komast af á heilu ári, látum þjóna okkur endalaust, bera frá okkur hlandið og hvaðeina. Hann rekur upp heróp: „Þannig er ekki hægt að lifa“ – og það endurómar út um allt samfélagið. Skammarljóð Majakovskijs um akfeita burgeisa ná ekki til annarra en þeirra sem nenna að mæta á ljóðakvöld í stór- borgum. En rödd Tolstoj heyrist út um allt. Menntafólk les skáldsögurnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.