Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 116
A u ð ó l f u r G u n n a r s s o n 116 TMM 2017 · 2 að skilyrði fyrir kennslustöðu, jafnvel á lægri skólastigum, að hann afneitaði skriflega trúarskoðunum sínum. Vegna þessa tekjumissis varð fjárhagur Magnúsar mjög þröngur, svo að hann leið oft skort. Við það bættist, að hann hafði skrifað upp á víxla fyrir vini og kunningja, sem ekki fengust greiddir á eindaga og vegna þess lenti hann um tíma í klóm okrara. Þrátt fyrir þetta afsalaði hann sér öðru sinni góðu brauði á Íslandi og kaus frekar að lifa við þröngan kost erlendis og stunda fræðistörf og skriftir, stundum við glugga- kistu í stað skrifborðs. Hann hélt áfram rannsóknum á kenningum kirkjunnar allt til uppruna kristindómsins. Magnús vildi komast að því hvaða boðskapur væri sannan- lega kominn frá Kristi sjálfum og postulum hans og hvað væri seinni tíma verk annarra manna og þannig skilja hismið frá kjarnanum. Hann hélt því fram, að Jóhannesarguðspjall væri ekki skrifað af postulanum sjálfum og væri seinnitímaverk. Hann afneitaði sumu, sem þar kemur fram, þ.á m. þrenningarkenningunni. Hann afneitaði einnig kenningu Páls postula um erfðasyndina og reiði Guðs í garð mannanna og taldi hana byggða á mis- skilningi og gömlum gyðinglegum lögmálsgrundvelli. Séra Eiríkur Albertsson segir guðfræði Magnúsar grundvallast á kenn- ingu Jesú Krists sjálfs og fagnaðarboðskap eins og hann blasir við í örugg- ustu heimildum Nýja Testamentisins. Þar er kærleikurinn boðaður sem grundvallarlögmál tilverunnar eins og kemur fram í dæmisögunni um glataða soninn. Þannig mundi Guð fyrirgefa þeim, sem iðrast og snúa frá villu síns vegar og hvorki heimta lausnargjald né friðþægingu fyrir syndir þeirra. Sérhverjum einstaklingi beri í lífi sínu að sýna öðrum samúð, réttlæti og miskunnsemi, vilji hann verða þegn í Guðsríki. Magnús gaf út nokkur rit um niðurstöður rannsókna sinna og trúarskoð- anir, sem vöktu miklar deilur og athygli bæði erlendis og á Íslandi. Hann skilgreindi skoðanir sínar sem skynsemistrú, en hann hefur einnig verið kallaður fyrsti únítarinn á Norðurlöndum og sr. Eiríkur Albertsson telur hann hinn fyrsta nýguðfræðing á Norðurlöndum. En Magnús var ekki við eina fjölina felldur í ritum sínum og áhugamálum. Séra Eiríkur Albertsson segir: Magnús Eiríksson lagði ekki aðeins gjörva hönd á mjög merkilegar guðfræðilegar ritsmíðar, er urðu til þess, að hann hlaut viðurkenningu margra merkra manna sem mikill guðfræðingur og sérstæður, heldur tók hann og nokkurn þátt í þjóðfélags- málum samtíðar sinnar, og á einu sviði þeirra svo merkilegan, að hann má teljast þar brautryðjandi. Er þar átt við skrif hans um frelsi kvenna. (Eiríkur Albertsson, 1938, bls. 97) Þetta reifar Eiríkur frekar nokkru síðar í riti sínu: En sögulega skoðað kemur frumlegt innsæi Magnúsar, skarpskyggni og rík mannúð glæsilegast fram í skrifum hans um frelsi kvenna, því að með skoðunum sínum á þessum málum verður hann fyrstur manna á Norðurlöndum til þess að rökstyðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.