Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 117
„ E i n h e r j i s a n n l e i k a n s “ TMM 2017 · 2 117 ítarlega sjálfsagðan rétt kvenna til sömu réttinda í þjóðfélaginu og karlmenn höfðu (…) Árið 1850 kom út bók í Kaupmannahöfn, sem hét „Clara Raphael – 12 bréf “. J.L. Heiberg hafði séð um útgáfuna, en bókin var eftir unga liðsforingjadóttur, að nafni Mathilde Fiebiger. Ritar hún þessi bréf til „vinkonu“ sinnar og ræðir þar ýms mál, einkamál sín, trúmál og frelsi kvenna. Verður hún fyrst allra manna í Danmörku til þess að ræða kvenfrelsismálið (…) Það er naumast of mikið sagt, að einskonar bók- menntir urðu til í Danmörku í sambandi við bréf Clöru Raphael. Bréf hennar vöktu geysi athygli og ekki litlar ádeilur. Þá var það, að Magnús Eiríksson ryðst fram á rit- völlinn, og gerist drengilegur málsvari hennar í nokkrum bréfum, er hann reit henni og almenningi í bókarformi 1851, en ekki lét hann þá nafns síns getið. Nefndi hann þetta rit sitt: „Breve til Clara Raphael fra Theodor Immanuel“. (Eiríkur Albertsson, 1938, bls. 105) Magnús hélt því fram, að drengir og stúlkur fæðist með sömu hæfileika á flestum sviðum og fái þau svipað uppeldi, menntun og þjálfun, verði stúlkur færar um að sinna flestum störfum til jafns við karla og sumum betur en þeir. Hann gerði úttekt, m.a. á hæfileikum, vitsmunum og tilfinningalífi kvenna og bar saman við karla. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að vegna vissra meðfæddra eiginleika geti sum störf átt misvel við kynin. Færði hann fyrir niðurstöðum sínum margvísleg rök. Ágúst H. Bjarnason hefur bent á að trúarskoðanir Clöru Raphael hafi fallið Magnúsi í geð og hann segir: „En trú hennar lýsir sjer í barnslegu trúnaðartrausti til Guðs og trúarjátning hennar var á þessa leið: „Mjer hefur aldrei fundist jeg þurfa neinn meðal- gangara milli Guðs og mín … Til er einn Guð, Faðir allra; jeg get ekki skilið, að honum sje skift í þrent. Jeg trúi á heilaga Einingu, en ekki á heilaga Þrenn- ingu.“ (Ágúst H. Bjarnason, 1924, bls. 57) Ágúst bendir fyrstur manna á að í riti sínu um kvenfrelsið beiti Magnús mörgum sömu röksemdum og breski heimspekingurinn John Stuart Mill, sem talinn er af mörgum frumkvöðull í jafnréttisbaráttu kvenna, gerði 18 árum síðar í riti sínu um Kúgun kvenna (1869). Séra Eiríkur Albertsson tekur undir það og gerir grein fyrir rökum Magnúsar um nauðsyn á auknu frelsi og menntun kvenna og ber saman við skoðanir Stuart Mills. Hann segir: En eigi verður annað séð, en Magnús Eiríksson færi ekki óstyrkari sálfræðileg og trúarleg rök að máli þessu. Og yfirleitt má segja, að í öllum meginatriðum séu þeir á hinum sömu leiðum. Þegar því alls þessa er gætt, er naumast unnt að álykta á annan veg en þann, að hefði Magnús Eiríksson komið fram með skoðanir sínar um frelsi og jafnrétti kvenna sem innfæddur borgari í stóru menningarþjóðfélagi, en ekki útlendingur með smáþjóð, er ekki var honum of velviljuð né hliðholl, þá hefði hans verið getið í sögu 19. aldarinnar þannig, að hann hefði verið merkilegur brautryðjandi þessa máls. Verðleikar hins mikla, enska mannvinar og heimspekings smækkuðu ekki hót fyrir það. En umbótamál Magnúsar Eiríkssonar bæði um þetta og trúarleg efni hljómaði í Danmörku sem rödd hrópandans í eyðimörk til hnekkis fyrir öll Norðurlönd. En bréf hans til Clöru Raphael sýna þó ljóslega, að málsókn hans um frelsi kvenna og jafnrétti var greinargóð og sannfærandi, svo að af ber,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.