Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 118
A u ð ó l f u r G u n n a r s s o n 118 TMM 2017 · 2 þegar þessu máli var hreyft í fyrsta sinn á Norðurlöndum. (Eiríkur Albertsson, 1938, bls. 119–120) Rit Magnúsar voru prentuð á dönsku með gotnesku letri og geymast á dönskum bókasöfnum. Mikið verk er því óunnið að þýða rit Magnúsar á móðurmál hans og á alþjóðlegt tungumál, þannig að þau verði aðgengileg almenningi og íslenskum og erlendum fræðimönnum til rannsókna og skoðanaskipta, svo að hann megi öðlast þann sess, sem honum ber í menn- ingarsögu Norðurlanda. Magnús er nú á dögum fáum kunnur sem frum- herji í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Hér eiga sem oftar við ljóðlínur skáldsins frá Fagraskógi: „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“ En hvernig var skoðunum Magnúsar og ritum hans um trúmál tekið heima og erlendis? Rit hans vöktu athygli í Danmörku og einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þótt þau væru rituð á dönsku. Í upphafi beindi Magnús spjótum sínum mest að Martensen, yfirmanni sínum við guðfræðideildina, skoðunum hans og kennslu um trúmál. Martensen svaraði Magnúsi aðeins í upphafi, en kaus síðan að þegja þunnu hljóði að ráði Mynsters Sjálands- biskups. En þótt fulltrúar dönsku kirkjunnar reyndu að þegja Magnús í hel, hlutu rit hans jákvæðar undirtektir í frjálslyndum blöðum og að áliti Eiríks Albertssonar má ráða af ritdómum, að Magnús hafi verið virtur guð- fræðingur og rithöfundur af dönskum menntamönnum. En undirtektirnar voru misjafnar. Ágúst H. Bjarnason segir: „Hvernig var nú þessu stórmerka riti Magnúsar um Jóhannesarguðspjall tekið? – Því var tekið með þögn í Danmörku, með hinni mestu virðingu og viðurkenningu í Svíaríki og þýtt á sænsku af sjera Ekdahl í Stokkhólmi, en með fyrirlitningu og persónulegum svívirðingum á Íslandi.“ (Ágúst H. Bjarnason, 1924, bls 63) Ágúst vitnar í frásögn Jóns Ólafssonar ritstjóra af presti, sem ritaði í blaðið Íslending og taldi Magnús „ djöfulóðan“ og lagði til, án þess að hafa lesið rit Magnúsar, að öll rit hans yrðu brennd á báli og helst hann sjálfur með þeim. Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld og einn af útgefendum blaðsins, hafi tekið undir það, að Magnús væri djöfulóður og hvatt valdstjórnina í Danmörku til að setja Magnús í svartholið. Einn var þó sá íslenskur maður, sem tók upp hanskann fyrir Magnús. Það var presturinn og þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Hann var eini íslenski gesturinn, er sat fjórða kirkju- þing Norðurlanda, sem haldið var í Kaupmannahöfn 1874. Þar voru saman- komnir helstu leiðtogar og kennimenn kirknanna á Norðurlöndum. Séra Matthías lýsir í minningabók sinni, Sögukaflar af sjálfum mér, á myndrænan hátt því, sem þar fór fram og uppgjöri Magnúsar við kollega sína á þinginu. Í upphafi fundar, næstur á eftir öldungnum Grundtvig, fékk Magnús orðið. Síðan segir: Þegar í byrjun hinnar djörfu og vel fluttu ræðu Magnúsar fór að koma ys og órói í salinn, og óx svo háreystin að ekki heyrðist orð … (Köll í salnum: „Niður með ræðu- manninn“ en aðrir æptu: „Vér vitum á hvern vér trúum!“). En Magnús stóð kyrr, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.