Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 57
Á k a f i í s n j ó TMM 2016 · 4 57 – þar sem unnið er með myrkur, ljós og raddir þegar koma skal á sambandi á milli tilverustiga. En þarna urðu til í huga mér sérsmíðuð textatengsl. „Raddað myrkur“ er ótrúlega góð lýsing á byrjun Hallarinnar og raunar á allri tjáningu skáldsögunnar á tengslum, skörun og misgengi „tilverustiga“. Hvað sjáum við og heyrum í raun? Hvað er sjónarspil, hverju er treystandi, hvað getum við helst nýtt okkur til að öðlast skilning á heimi þessarar sögu? Allir sem skrifa um verk Kafka glíma við þessar spurningar og þær endur- óma líka með sínum hætti þá miklu tengslaþrá sem athafnasemi Tilrauna- félagsins er til vitnis um. Og stundum líka Kafkafræðin þegar þau í lyklaleit sinni verða eins og glíma við dulspeki og esóterík; leit að sambandi. Kafka gerði sér grein fyrir tíbránni sem einkennir skrif hans þegar þau eru á mörkum dæmisagna og veruleika, eða dulúðar og hversdagsleika – og tilfinning hans fyrir þessum skilum er vafalaust ein helsta uppspretta kímninnar sem kraumar þar í bland við angistina. Einn af textunum í eftir- látnum fórum Kafka heitir „Um dæmisögurnar“ og hefst svo: „Margir kvarta yfir því að orð spekinganna séu alltaf einungis dæmisögur en ónothæf í hversdagslífinu, og það er eina lífið sem við eigum. Þegar spekingurinn segir „Farðu yfir um“, þá á hann ekki við að ganga skuli yfir á hina hliðina, sem hægt væri að gera ef árangurinn væri þeirrar ferðar virði, heldur á hann við einhvern ævintýraheim fyrir handan, eitthvað sem við þekkjum ekki, sem hann fær ekki lýst nánar og sem getur því alls ekki hjálpað okkur hér.“7 Persónan K. í Höllinni hefur hins vegar „farið yfir um“ í einhverjum skilningi, því að í upphafi sögu er hann staddur í nýjum heimi. En hvað sér hann – og hvað sjáum við þegar við lesum um hann? Mendelsund nálgast slíkar spurningar úr nokkrum áttum í bók sinni. Hann fjallar um mikilvægi einstakra persóna í bókum og hvernig við „sjáum“ þær þegar við lesum um þær – líkt og við viljum leysa þær úr viðjum bókstafanna. Anna Karenina í samnefndri skáldsögu Tolstoys er að segja má erkidæmi Mendelsunds um slíka „sýn“, en hann víkur jafnframt að þeim umtalsverðu áhrifum sem myndræn miðlun, ekki síst kvikmyndaaðlaganir, geta haft á hugarmynd okkar af persónum í bókmenntaverkum. En á hinn bóginn virkar sjónskynj- unin – sem er vitaskuld ímyndun – öðruvísi þegar við lesum; þá skissum við myndir fremur lauslega. Mendelsund segir okkur unna skrifuðum sögum meðal annars vegna þess að stundum viljum við ekki „sjá“ of mikið og jafn- vel mjög lítið; þetta sé hluti þess frelsis sem við njótum við lestur.8 Enda er merking ekki einungis myndræn; hún byggir á margvíslegum tengslum; það á einnig við um skilning okkar á „raunverulegu“ myndefni, til dæmis málverkum. Á hinn bóginn getur tónlist einnig kallað fram myndir. Slíkar tengingar skýrast að einhverju leyti af samspili minnis og ímyndunarafls, eins og Mendelsund víkur að (298). Slíkt samspil er vissulega oft á sjón- rænum nótum og Mendelsund bendir á þá kennd okkar að við meðtökum „sýnir“ við lestur, og hann gælir jafnvel við þá hugmynd að „lestrarímynd- unin“ sé í einhverjum skilningi mystísk reynsla, sem ekki verði smættuð rök-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.