Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 74
K r i s t j á n J ó h a n n J ó n s s o n 74 TMM 2016 · 4 sinnar, bauð henni að setjast á bak hestinum fyrir aftan sig og ríða til kirkju því nú skyldu þau gifta sig og ætlaði að taka hana nauðuga með sér í gröfina. Frekar kaldranalegt myndmál yfir hjónabandið! Hún var svo heppin að hatturinn lyftist aðeins á höfðinu og hún sá í hvítan blett í hnakkanum þar sem hauskúpan var ber. Það er eins gott fyrir stúlkur að hafa augun hjá sér. Þessar sögur og aðrar af sama tagi eiga enn fótfestu í íslenskri menningu. Þó að þeir atburðir sem hér er lýst séu ef til vill frekar ótrúlegir er samt sann- leikur í sögunum og hann verður til þess að fólk víkur þeim ekki frá sér. Við vitum að karlmenn hafa stundum lagt ósanngjarnt hatur á konur sem hafna þeim og það hefur jafnvel bitnað á systrum þeirra, eins og í sögunni af Þor- geirsbola, og eftir stendur alblóðugt, hálfflegið nautið eins og tákn um karl- mannlega illsku. Í sögunni um djáknann er sama þema: Ástin sigrar allt og getur skapað skelfileg vandræði og verið sterkari en dauðinn. Þjóðsögur og skáldskapur Víkjum aftur að Draugaslóð. Þar er eins og áður segir hliðarsaga af Rey- nolds-bræðrunum skosku, sem höfundurinn, Kristín Helga Gunnarsdóttir, hefur samið og lagað að ferlinu í sögu Reynistaðabræðra. Í þessum tveimur sögum er ekki byggt á of mikilli ást milli karls og konu, heldur of lítilli ást á börnum. Foreldrarnir eru gráðugir og kaldlyndir og verða börnum sínum að bana með heimskulegum áætlunum. Eftir stendur sá sannleikur að græðgi og kaldlyndi drepur börn. Þáttur dauðans í lífinu birtist þannig á ýmsa vegu í íslenskum sagnaheimi. Hér hverfur heimurinn ekki börnunum vegna þess að góðir vinir eða foreldrar deyja, heldur deyja börnin vegna þess að for- eldrarnir eru illir. Þú getur gert þínum nánustu ýmislegt verra en að deyja. Eyvindur, aðalpersónan í sögunni Draugaslóð er eins og áður sagði 13 ára og býr með ömmu sinni. Afinn er dáinn en hann er samt alltaf nálægur vegna þess að hann var góður og vitur maður. Amma talar við sjálfa sig og ber mál undir afa sem hefur verið dáinn árum saman og þau komast yfir- leitt að skynsamlegum niðurstöðum. Hans er saknað en dauði hans er ekki endanlegur vegna þess að líf hans var mikilvægt. Faðir Eyvindar hefur aldrei látið neitt til sín taka í lífi Eyvindar, hann er sjálfsagt á lífi þannig séð en skiptir engu máli og er því í reynd miklu dauðari en afinn. Móðir Eyvindar er við nám í útlöndum, skildi hann eftir hjá ömmu sinni en kemur yfirleitt og er eitthvað hjá þeim á sumrin. Fyrir Eyvindi er hún dauð sem móðir en hefur tekið sér einhvers konar systurhlutverk. Hann viðurkennir hana ekki sem móður en líkar samt þokkalega við hana. Amma hans er í reynd móðir þeirra beggja. Í rás sögunnar gerist það að hin eiginlega móðir Eyvindar, Þóra, flytur heim, ræður sig sem landvörð á Kili, þar sem Reynistaðabræður fórust, bæði í veruleikanum og þjóðsögunni, og þar sem Kristín Helga lætur Reynolds- bræðurna skosku farast og týnast í hliðstæðri sögu. Litla húsið við vatnið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.