Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 95
H va ð þ ý ð i r þa ð a ð þ ý ð a ? TMM 2016 · 4 95 legt gildi að þýðing þarf að vera á þannig einföldu máli sem flækist hvorki fyrir þýðandanum né lesandanum þótt enginn viti hvað einfalt mál er eða tungumál manna yfirhöfuð. Samt teljum við okkur trú um að hægt sé að tjá og segja hugsun með orðum af því við viljum ekki lifa í orðlausri þögn þótt það væri kannski skynsamlegast. Einu gildir hvert efnið til þýðingar kann að vera, þýðandi getur aðeins reynt að nálgast og tileinka sér heild ritverks annars manns með einu móti, að leita innra með sér að hliðstæðum. Þannig er hann í raun og veru að fást við sinn innri mann, þann sem er hliðstæða við fólk, persónur sem höfundur verksins hefur skapað út frá sjálfum sér því enginn kemst inn að beini í öðrum. Vissulega þarf það sem ég kalla skáldsaga ekki að fjalla um persónur heldur til að mynda skáldskapinn sem slíkan. En hvað sem því líður gæti leit þýðandans tekist sómasamlega, vegna þess að hver og einn og allir menn eru eins og allir aðrir en um leið eru þeir sérstakir og hver öðrum ólíkir. Auk þess, til að auka vandann eða ágæti hans og andlega auðlegð, er að enginn maður er alltaf eins, hvorki innra með sér í hugsun né hvað varðar hegðun. Menn eru aldrei algerlega venjulegir, aldrei fullkomlega með sjálfum sér heldur gæddir tilhlaupi við sig sjálfa. Þeir eru aldrei heilir, ekki einu sinni í kjarna tilveru sinnar eða eins og þeir virðast vera á vafasama skrokknum. Að komast að þessu kraðaki, fjölbreytni eða sundurleysi mannlegs lífs í líkamans heild er jafn bölvanlegt og það er blessunarríkt fyrir þýðandann. Þetta getur verið gleðiríkt fyrir hann, einkum þá gerð af þýðanda sem hefur engan áhuga á að þröngva sér sem slíkum upp á þýðinguna, sínum smekk, sérvisku, sannfæringu eða sinni einkalegu umgengni við móðurmálið. Þýðandinn verður á einhvern hátt að svipta sig hæfilega sjálfinu og koma til móts við sjálfið í öðrum. Vegna þess að skáldsaga er öðru fremur sprottin úr sjálfi þess sem semur en hún er aldrei í fullkominni félagslegri einangrun. Þótt menn hinna ýmsu landa kunni að vera hver öðrum líkir er yfir- leitt annað að segja um málheim þeirra, jafnvel merkingu í orðum skyldra tungumála. Allar bókmenntir, þar á meðal þær innlendu sömu þjóðar, eru ættaðar úr framandi heimi. Heimur bókmenntanna er framandi lífinu í svo- nefndum veruleika. En heimur bókmenntanna hefur þá sérstöðu að hann er framandi og lygilegur á þann hátt að lesandinn eða fólk almennt getur talið sér trú um eða fundist að hann sé trúverðugur og þannig samlagast honum. Það getur meira að segja fært hann á tiltölulega auðveldan tilfinningalegan hátt upp á ævi sína og hugarheim. Fólk getur þýtt sig við lestur inn í heim bókmenntanna og samlagast honum, „fundið sig í bókinni“. Lestur er í eðli sínu þannig, bæði leit og fundur og frelsi til að afneita því sem felst í verkinu. Enginn er jafn frjáls og maður sem situr við lestur. Með lestri getur fólk fundið sig við sitt persónulega þýðingarstarf, meira að segja gengið svo langt í lestri og þýðingarstarfi inn á við að það telur að efni bóka geti læknað það af furðulegustu kvillum eða hjálpað því í sálarnauð. Svona undur virðast gerast í samlífi bóka, lestrar og manns. En þrátt fyrir þennan undramátt hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.