Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 99
H va ð þ ý ð i r þa ð a ð þ ý ð a ? TMM 2016 · 4 99 frá fréttum og það aukastarf var kallað að snara á íslensku. En það sem hægt væri að kalla markverðasta þýðingarstarfið hér á landi var ekki að þýða les- mál heldur erlenda lifnaðarhætti fyrir þjóðina og snara þeim áhrifum yfir á samfélagið sem var þegar undir áhrifum frá ameríska hernum og orðið í hæsta máta reyfarakennt og er það jafnvel enn í mörgu þótt ameríska varnar- liðið sé farið eftir að það hafði tekið við af bændamenningunni og verið álíka lofsungið og hún en arðmeira fyrir almenning. Íslenskt nútímasamfélag er að miklu leyti ofið úr þessu tvennu, bændamenningu og bandarísku her- valdi með vissu spænsku sólarlandaívafi og ferðamannalofsöngnum núna. Þjóðlífið verður fyrir bragðið oft næstum óskiljanleg þýðing á framandi hugsanagangi og öðru sem hefur borist hingað sem snifsi úr stærri erlendum samfélögum. Það er ekki útlit fyrir að það muni að minnsta kosti á næstunni leggja í það að þýða sig sjálfkrafa frá þessu og inn í sína þjóðarsál þannig að það verði samfélag í ætt við hávaxið greinótt tré sem vex upp af sinni rót með óhjákvæmilega útlenda græðlinga sem lífga stofninn án þess að hatur, víl og kotakjaftæði hvíni í laufinu. Til sjálfshjálpar að þannig megi verða að samfélagið endurskoði sig með eigin þýðingu væri til að mynda ekki úr vegi að almenningur, en einkum stjórnendur landsins, litu snöggvast á hvað Don Kíkóti, hinn vitri en flónski riddari, ráðlagði fábrotna en flókna og afar gráðuga sveitakurfinum Sansjó þegar hann fékk úr hendi hertogans til umráða fámennu og einangruðu eyjuna á úthafi Kastilíuhásléttunnar. Hann eignaðist hana reyndar aldrei að öllu leyti en honum tókst að stjórna henni á sæmilega vitiborinn hátt. Að gæta að þessu sem eyjaskeggjar væri okkur ekki bara hollt til lestrar sem dægradvöl heldur lærdóms um stjórnarfar, hyggindi og réttlæti, að leita til hugsunar sem var komin fram á sjónarsviðið hjá mætum mönnum í spænska heimsveldinu fyrir fjögur hundruð árum þegar seinni hluti Don Kíkóta kom út á bók og heimsveldið, sem var blint á sjálft sig, var farið að molna með hægð en talsverðu vopnabraki. Efni seinni hluta Don Kíkóta frá Mancha á erindi við samtímann ekki bara vegna snilldar í hugsun höfundar, eins manns, Cervantesar, heldur er hægt að sjá í verkinu, sem gengur út frá höfundinum sjálfum í andstöðu við aðra höfunda, þann sannleika að samfélag manna mótar einstaklinginn og þjóðina fremur en einstaklingurinn móti þjóðina með yfirráðafíkn. Að mínu viti þýðir þetta það að þýða raunveruleika einstaklings og þjóðar. Þýðing er nauðsyn þess að þýða sama verk hvað eftir annað, hvort sem það er samfélag eða verk á sviði bókmennta, að maður og fólk reyni að gera það sem er ógerlegt, að vinna óvinnandi verk. Því hvers virði er það fyrir hæfan mann og þjóð að gera eitthvað sem er hægt eða auðvelt að gera? Aðeins þeir sækjast eftir hinu auðvelda sem eltast við og þrá hið léttvæga. En slík iðja eða eftirhermuköllun er eitur í beinum hugdjarfra einstaklinga, riddara og þjóða. Hið auðvelda nálgast það að vera jafn bágborið og hið alfullkomna. Af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.