Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 110
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 110 TMM 2016 · 4 Talandi um göturnar sem þú bjóst við í París. Hvers vegna rata Rue Maître Albert, Rue Vielle-du-Temple og Rue Dombasle inn í bækur þínar í formi ljóðabálka en ekki Rue Dareau, Rue Santos Dumont eða stúdentagarð- arnir, t.d. Cité Universitaire? Eru fyrrnefndu göturnar ljóðrænni eða hvað? Alls ekki. Konseptið varð bara til á Götu Meistara Alberts, þá hafði ég lokið dvöl minni á Rue Dareau, Cité Universitaire, Boulevard Jourdan og Rue des Rosiers sem hefði virkilega átt það skilið að ort væri um hana. Nú, ég var alltof stutt á Santos Dumont, hún var auk þess alltof dauðyflisleg til þess að eiga skilið að fá ljóðaflokk. Þetta varð semsé aldrei neitt átómatískt. Konseptið frá Götu Meistara Alberts hélt áfram á hinum tveimur af því að þær eru eins og ljóðaflokkur, þær eru sérstök veröld sem bauð upp á sköpun míkrókosmoss í þeirra nafni. Aftur að súrrealisma og gjörningum sem birtast víða í skáldskap þínum, t.a.m í „Talmyndastyttum“ í Ljóð vega gerð … Já. „Talmyndastyttur“ eru í þeim flokki texta sem ég byrjaði snemma að skrifa („Örstyttur“, „Talmyndastyttur“ og „Nokkrar verklegar æfingar í atburðaskáldskap“ svo dæmi séu tekin) og tengjast umfram allt hap- pening-hugmyndum frá sjöunda áratugnum, ásamt líka sérstökum hap- pening-hugmyndum Panique-hreyfingarinnar sem þeir kölluðu „éphémère“, eitthvað sem er hverfult, örstutt = örstytta. Panique-hreyfingin var stofnuð af Fernando Arrabal, Roland Topor og Alejandro Jodorowsky og heitir í höfuðið á skógarguðinum Pan en snýst ekkert um ofsahræðslu. Einnig eru þessir textar tengdir umhugsun um atburðatengda, gjörningatengda, sviðs- tengda texta. Texti sem er uppskrift að atburði, sem getur stundum verið óframkvæmanlegur nema fyrir Guð kannski, sbr. „Örstytta III“: taka hvíta dúfu undir áhrifum svefnlyfja. halda á henni í lófunum, hausinn veltur til þegar fingurnir reisa hann upp til þess að skoða hann. skilja hana svo eftir á gang- stéttinni í fyrstu snjókomu haustsins. þegar alhvítt er orðið og frostið harðnandi, þá sést ekki hvar dúfan liggur í hvítri breiðunni. síðan fara áhrif svefnlyfsins minnkandi og loks rankar hún við sér og flýgur upp úr hvítri breiðunni og fyrir skemmstu hætt að snjóa.13 Víða í þínum ljóðum má sjá vissa viðleitni til að snúa á veruleikann, snúa upp á hann, vekja upp frá „dauðum“ og skapa óreiðu eins og t.d. má sjá í „Hóteli Vonarinnar II“ þar sem nakin stúlka fer niður Skólavörðuholtið og Grímur Thomsen gengur inn á Le Dôme og pantar sér mjólkurkaffi svo dæmi séu tekin. Er þetta leikur eða uppreisn? Eða eitthvað allt annað? Tja, leikur er það vissulega, aðallega með tíma/rými. Einkum þó tímann, setja saman marga tíma og það sem þeim fylgir. Og tungumálið að sjálf- sögðu. Þó það nú væri. Óreiðan skapast aðallega með samslætti tímapunkta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.