Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 110
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r
110 TMM 2016 · 4
Talandi um göturnar sem þú bjóst við í París. Hvers vegna rata Rue Maître
Albert, Rue Vielle-du-Temple og Rue Dombasle inn í bækur þínar í formi
ljóðabálka en ekki Rue Dareau, Rue Santos Dumont eða stúdentagarð-
arnir, t.d. Cité Universitaire? Eru fyrrnefndu göturnar ljóðrænni eða hvað?
Alls ekki. Konseptið varð bara til á Götu Meistara Alberts, þá hafði ég
lokið dvöl minni á Rue Dareau, Cité Universitaire, Boulevard Jourdan og
Rue des Rosiers sem hefði virkilega átt það skilið að ort væri um hana. Nú,
ég var alltof stutt á Santos Dumont, hún var auk þess alltof dauðyflisleg til
þess að eiga skilið að fá ljóðaflokk. Þetta varð semsé aldrei neitt átómatískt.
Konseptið frá Götu Meistara Alberts hélt áfram á hinum tveimur af því að
þær eru eins og ljóðaflokkur, þær eru sérstök veröld sem bauð upp á sköpun
míkrókosmoss í þeirra nafni.
Aftur að súrrealisma og gjörningum sem birtast víða í skáldskap þínum,
t.a.m í „Talmyndastyttum“ í Ljóð vega gerð …
Já. „Talmyndastyttur“ eru í þeim flokki texta sem ég byrjaði snemma
að skrifa („Örstyttur“, „Talmyndastyttur“ og „Nokkrar verklegar æfingar
í atburðaskáldskap“ svo dæmi séu tekin) og tengjast umfram allt hap-
pening-hugmyndum frá sjöunda áratugnum, ásamt líka sérstökum hap-
pening-hugmyndum Panique-hreyfingarinnar sem þeir kölluðu „éphémère“,
eitthvað sem er hverfult, örstutt = örstytta. Panique-hreyfingin var stofnuð
af Fernando Arrabal, Roland Topor og Alejandro Jodorowsky og heitir í
höfuðið á skógarguðinum Pan en snýst ekkert um ofsahræðslu. Einnig eru
þessir textar tengdir umhugsun um atburðatengda, gjörningatengda, sviðs-
tengda texta. Texti sem er uppskrift að atburði, sem getur stundum verið
óframkvæmanlegur nema fyrir Guð kannski, sbr. „Örstytta III“:
taka hvíta dúfu undir áhrifum svefnlyfja. halda á henni
í lófunum, hausinn veltur til þegar fingurnir reisa hann
upp til þess að skoða hann. skilja hana svo eftir á gang-
stéttinni í fyrstu snjókomu haustsins. þegar alhvítt er
orðið og frostið harðnandi, þá sést ekki hvar dúfan
liggur í hvítri breiðunni. síðan fara áhrif svefnlyfsins
minnkandi og loks rankar hún við sér og flýgur upp
úr hvítri breiðunni og fyrir skemmstu hætt að snjóa.13
Víða í þínum ljóðum má sjá vissa viðleitni til að snúa á veruleikann, snúa
upp á hann, vekja upp frá „dauðum“ og skapa óreiðu eins og t.d. má sjá í
„Hóteli Vonarinnar II“ þar sem nakin stúlka fer niður Skólavörðuholtið
og Grímur Thomsen gengur inn á Le Dôme og pantar sér mjólkurkaffi
svo dæmi séu tekin. Er þetta leikur eða uppreisn? Eða eitthvað allt annað?
Tja, leikur er það vissulega, aðallega með tíma/rými. Einkum þó tímann,
setja saman marga tíma og það sem þeim fylgir. Og tungumálið að sjálf-
sögðu. Þó það nú væri. Óreiðan skapast aðallega með samslætti tímapunkta.