Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 111
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 111 Uppreisn? Jú, jú, alveg eins; til dæmis uppreisn ljóðlistarinnar gegn eins- leitni, einhæfni í framrás tíma/rýmis. Leikur ljóðmáls er alltaf uppreisn gegn vanabindingu tungumálsins, vanabindingu hugmynda, línulagningar hugs- unar. Alveg örugglega löngun til þess að umbreyta veruleikanum. Leitin er afar áleitið þema í ljóðum þínum. Og eins tíminn … Tíminn er kjarni máls ef talið berst að abstrakt hugsun, kjarni í heimspeki yfirleitt. Þess vegna er Tímasafnið (Ljóðtíma-skyn/leit/vagn) kannski svona abstrakt ljóð og minna um konkret viðmið en oft áður. Einhverjar formúlasjónir almennt um leitina verða, held ég, ekki nærri eins merkilegar og þau ljóð sem hafa leit að drifkrafti. Leit er aflið sem knýr þig áfram, fyrir mér afar jákvætt, næstum því eins og samnefnari fyrir lífs- kraftinn, aflið sem kemur af stað ferðalagi í öllum skilningi á hverjum degi. Leit er spurning, lifandi spurning, knúin áfram af forvitni og lífsgleði. Þetta hefur bæði heimspekilega og dulspekilega merkingu. Líka alveg praktíska og konkret.“ Og dauðinn. Hann er einnig áleitið yrkisefni. Af hverju leitar dauðinn svona á skáldið, mann á besta aldri? Af því að dauðinn er skandall. Fyrirbæri sem gerir okkur virkilega að hugsandi verum og neyðir okkur til að horfast í augu við illa hannaða tilvist að þessu leyti. Þess vegna leitar dauðinn einmitt eðlilega sterkar á fólk á besta aldri en það sem eldra er. Gömul áhrif frá Albert Camus kannski, hann talar um að fyrsta heim- spekilega spurningin snúist um viðbrögð við dauðanum, þ.e. um sjálfsmorð. Kringumstæður mannsins eru absúrd, hann er aleinn frammi fyrir dauð- anum, ekkert getur hjálpað honum. Þannig að dauðinn leitar ekki á mig nema sem vitund um skandal. Við- brögð við skandal eru yfirleitt augljóslega lífsgleði, ef sjálfsmorð er ekki viðunandi lausn. Sjöundi himinn og systir hans sjöunda hæðin … Áður en lengra er haldið langar mig að staldra örlítið við einstaka ljóð og fyrst vil ég spyrja út í mærina dökkeygu sem er „frá vestmönnum komin“14 og birtist svo fagurlega í „Landnámsljóði“ í Ljóð námu menn. Hver er þessi dökkeyga, dularfulla kona? Mér kom Melkorka fyrst í hug en það gengur ekki upp því mærin dökkeyga heldur áfram að vera til löngu eftir að menn- irnir ganga á vit forfeðra sinna? Mærin dökkeyga er ekki nein ákveðin kona. Melkorka og Auður djúpúðga eru þarna í forgrunni, vissulega, en þetta er hvorki meira né minna en ætt- móðir okkar Íslendinga, keltneska konan. Við höfum vanrækt hana, afneitað henni alla tíð; ég fékk þetta á heilann í sambandi við fyrirbærið landnám, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.