Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 118
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 118 TMM 2016 · 4 heyrðist hann eiga við bæði í eiginlegri og yfirfærðri merkingu, semsagt að svipta okkur ekki lífi og lifa ekki heldur hálfdauð heldur lifandi. Í sambandi við þessa stóru spurningu með hlutverkið eða hlutverkin, þá langar mig að vitna í þanka sem er upphaflega frá Fernando Pessoa kominn, ég er reyndar búinn að týna referensinum þannig að þetta er kannski eitt- hvað sem ég hef misskilið að hluta til og prjónað við, en hvað um það, þetta er skýrt í mínum huga og er á þessa leið: Í hverju og einu okkar leynast tvær verur, sem tala sitt hvort tungumálið. Annars vegar er það veran sem er til í draumum okkar og dagdraumum, veran sem kemur frá bernskunni, hin huglæga vera. Ef við miðum við grunntvískiptingu tungumálsins í nytja- texta og bókmenntatexta, þá er þessi vera tengd hinum síðarnefnda. Hin er svo hin hlutlæga vera persónu okkar, það er hún sem framkvæmir alls konar athafnir, vasast í konkret hlutum etc. En þá er komið að aðalatriðinu, samhenginu. Hinu huglæga samhengi persónu okkar, það er hin huglæga vera sem gætir þess. Hins huglæga sam- hengis persónu okkar, sem er hvorki meira né minna en spurning um jafn- vægi, hamingju, heilbrigði, andlegt heilbrigði sem er líka nátengt líkamlegu heilbrigði. Að vera heill, heilbrigður, það er að gæta þessa huglæga samhengis persónu okkar. Enga betri aðstoð getum við veitt hinni huglægu veru okkar persónu en að næra hana með lestri bókmenntatexta og þeim mun lengra frá nytjatexta, þeim mun betra. Sem þýðir: alveg sérstaklega með lestri ljóðtexta. „Texta-unaðurinn má aldrei gleymast“ Af því að við erum komin út í skilgreiningar og hlutverk þá liggur beinast við að spyrja út í strauma og stefnur og hvaða áhrif þær höfðu á þig t.d. sem ungan mann í París. Á þeim tíma var mikið að gerast; súrrealismi, exis- tentíalismi, flúxus svo og póststrúktúralisminn með Foucault, Derrida og Barthes í broddi fylkingar svo dæmi séu tekin. Léstu heillast af einhverju af þessu? Þessar hræringar höfðu meira en áhrif, þær mótuðu mig, bjuggu mig til sem fullorðinn mann. Sá sem heillaði mig mest þarna á árunum upp úr 1970 var Roland Barthes. Hann var á margan hátt aðgengilegri og bókmennta- tengdari en til dæmis Foucault eða Jacques Lacan. En alla þessa garpa reyndi maður virkilega að lesa, en eins og ég sagði, þau sem ég fékk mest út úr voru Barthes, síðar Julia Kristeva, Philippe Sollers, Bernard-Henri Lévy, André Glucksmann og síðan nær okkur í tíma Michel Onfray og Alain Finkiel- kraut. En í raun hef ég mjög lengi reynt að hugsa gegn, vera utan við fyrirbærin strauma og stefnur. Raunar líka hugtök og heiti ef út í það er farið. Þ.e. mér finnst í gangi alltof mikil vélræn notkun á þessum tvennum eða tvíbökum, straumum og stefnum og hugtökum og heitum. Sem skrifandi maður hef ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.