Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 129
H u g v e k j a TMM 2016 · 4 129 um að bjarga Lenu undan brottrekstri, og í kjölfarið eru tvö bónorð, Nína biðl- ar til Slivs og Sliv til Lenu, en bæði Nína og Sliv fá hryggbrot. Því er ekki að finna í sögunni nein ástamál sem ganga upp. Hins vegar fer hún undir lokin inn á heimspekilegri brautir. Taska sem hefur að geyma fjölda áætlana um falsanir sem ekki hafa enn komið til fram- kvæmda týnist í leigubíl og finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit í öllum öryggis- myndavélum. Mikil hætta er nú á ferð- um, því einhver gæti notað skjölin til að fletta ofan af starfsemi hringsins. Eftir nokkurn tíma virðist þessi hætta þó liðin hjá en þá fara dularfullir atburðir að gerast, ýmsar þær áætlanir sem skjöl- in höfðu að geyma sjá semsé dagsins ljós. Skyldi nú einhver annar hafa tekið að sér að leika hlutverk „Veruleikaföls- unarfélagsins“, eða er hitt sannara að sumar áætlanirnar séu í takt við söguna, þannig að þær verði að raunveruleika, hvort sem hringurinn komi að þeim eða ekki? Svo er spurningin: hver er sann- leikurinn um fortíðina? Sliv og móðir hans eru ósammála um föður drengsins sem er löngu látinn. Sliv sér að komin er út ný þýðing á Eiríks sögu rauða, og það minnir hann á að faðir hans hafði fyrir sið að þylja upp fyrsta kafla sögunnar á morgnana þegar hann var að raka sig. „Þetta er ekki rétt“, segir móðir hans, „faðir þinn hafði aldrei neinn áhuga á ljóðum.“ Í öðru atriði þar sem þau mæðgin greinir á um þennan föður kemur í ljós að hvorugt hefur rétt fyrir sér og hvorugt algerlega rangt. En við þessum spurningum fást engin svör. Sagnabálkinum lýkur með því að Lena og Sliv framkvæma í sameiningu mikla fölsun og skapa nýjan og áður óþekktan þjóðflokk Maya í Mexíkó sem á að hafa farist að mestu leyti í eldgosi á 9. öld. Þessi þjóðflokkur var að því leyti frá- brugðinn öðrum Indíánum að hann lifði í sátt og friði við guð og menn, og þannig er tilgangurinn sá að sýna fram á að þrætur og styrjaldir séu engan veg- inn samgrónar mannkyninu. Við þessa fölsun eru bundnar miklar vonir. Þetta eru þó samt ekki endalokin. Þriðja hlutanum fylgir nefnilega eftir- máli, saminn í júní 2026, og kemur þar í ljós að hinn raunverulegi höfundur bálksins var Anne-Line Thorman. Hún var fædd á Nýja Sjálandi 1972, móðirin var sögukennari en faðirinn óþekktur. Þegar dóttirin var ellefu ára giftist móð- irin Íslendingnum Birni Olgeirssyni, listaverkasala, og fluttust þær mæðgur þá til Reykjavíkur. Björn Olgeirsson var einstakt valmenni og ól stúlkuna upp sem sína eigin dóttur. Hún reynist framúrskarandi gáfuð og mikill náms- maður, og eftir að hafa stundað nám í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Reykjavík fer hún til náms í þróunar- hjálp í Cambridge. Árið 1999, þegar hún er orðin ein af framkvæmdastjórum „Survival International“ í London, hittir hún Sliv Hermannsson sem er alger andstæða hennar, starfsmaður ráð- gjafafa fyrirtækisins „Kormák, Pethrus & Bergsson“ í Reykjavík, fjármálamaður og dálítið meinhæðinn. Þau taka tal saman um örlög Búskmanna í Kalahari, og Sliv segir að í málefnum þeirra sé Anne-Lise á villigötum, í staðinn fyrir að höfða til mannréttinda og siðferðis- reglna ætti hún að búa til sögu um það hvernig Búskmenn séu fórnarlamb alþjóðasamsæris demantasala og stjórn- málamanna. Anna-Line dáist að þessari djörfu hugmynd, en er ekki sátt við að þurfa að spinna eitthvað upp. Sliv gerir góðlátlega gys að henni, allt í kringum hana sé lygi, ekki síst sú mynd sem hún geri af sjálfri sér. Eftir þetta hittast þau öðru hverju, þau uppgötva æ betur hve ólík þau eru, og á gamlárskvöld 2000 biður Anne-Line Slivs, en fær hryggbrot.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.