Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 5
TMM 2017 · 4 5 Arndís Þórarinsdóttir Til minnis Sjónin er pabbinn en heyrnin er mamman, sagði Sigurður Pálsson í fyrsta tímanum og hvessti augun á hópinn. Auðvitað hreyfði enginn andmælum þó að fæstir botnuðu nokkuð í fullyrðingunni. Andrúmsloftið í stofunni var eins og í helgidómi, við vorum öll komin þarna að fótskör meistarans. Hann hélt því ótrauður áfram. Grundvöllur kenningarinnar reyndist vera sá að sjónin væri frekasta skilningarvitið, það sem virtist ráðandi, en að í eyrunum væri tengingin við tilfinningarnar. Orðin, sagði hann, þyrftu því líka að hafa rödd. Eyrun heyra svo miklu betur en augun. Þetta hljómaði eins og þvættingur. En eitthvað hlýtur þó að hafa verið í þetta spunnið, því við endurminn- inguna glymur rödd skáldsins í höfuðhvolfinu. Tvö námskeið. Tuttugu Evrópustaðlaðar háskólaeiningar. Þrjátíu vikur, eða þar um bil. Auðvitað engin persónuleg tenging. Ég var allt of hrædd við þetta bros- milda ljúfmenni til þess að slíkt yrði mögulegt. Fólk sem er svona leiftrandi greint getur nefnilega séð í gegnum mann. Á árshátíð ritlistarnema Háskóla Íslands í vor varð ég óvart sessunautur hans og sat eins og steypt í gler allt kvöldið af ótta við að segja eitthvað sem Sigurði þætti flónskulegt. Eftir á að hyggja held ég samt að fákæn borðdama sé skárri en leiðinleg. Mea culpa, Sigurður. En eftir þessi tvö misseri í Árnagarði standa ritlistarheilræðin sem hann var svo örlátur á. Og á regnvotu septembersíðdegi, þegar ilmur af blómkáls- súpu fikrar sig um íbúðina, raðast þau upp í höfðinu á mér, eins og prúðir dátar skáldskaparlistarinnar. Flest færði hann í orð, útlistaði og hamraði jafnvel á. Önnur læddust hljóðlaust meðfram hinum. Hið fyrsta varð augljóst um leið og hann snaraðist inn úr dyrunum: Lúkkið skiptir máli. Hann sagði þetta aldrei, þó að hann grínaðist stundum með skáldafrakkann og árin þegar hann bar alpahúfu á götum Reykjavíkur svo að eftir var tekið. En Sigurður vissi hver hann var. Sá sem veit hver hann er getur dregið upp raunsanna mynd af sjálfum sér til þess að sýna heiminum. Sigurður var alltaf óaðfinnanlegur. Alltaf auðþekkjanlegur. Skar sig úr hópnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.