Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 7
Ti l m i n n i s TMM 2017 · 4 7 Talandi um það. Tungumálið er fullt af næringarsnauðum skyndiréttum. Eins og frasanum um að vera étinn lifandi. Steingerður frasi, löngu úr snertingu við spriklandi myndmál. Það er hlutverk textasmiðs að sprengja upp tungumálið, gera eitthvað nýtt við það, koma lesandanum á óvart með því. Af hverju skyldi fólk annars standa í þessu? Það þarf ekki að skilja til þess að njóta. Það er líka nautn í því óræða. Menntaskólakennari sem kenndi þér ljóðgreiningu hefur tekið sér bólfestu í hugskoti þínu, alveg óboðinn, og krefur alla texta sem hann fyrirfinnur um svör. Sýndu honum leiðina út í veröldina. Þið verðið bæði hamingjusamari þannig. Það má samt pæla í tækni. Þó það nú væri, þegar fólk hyggst gera þetta að ævistarfi. Það má velta fyrir sér byggingu, flokka niður helstu mælskubrögð og reyna sig við þau. Þetta er ekki andstæða þess að leggja stund á ósjálfráða skrift eða leiki súrrealistanna, heldur systurverkfæri. (Það var lán að koma súrrealistunum að hérna, þó ekki væri nema í fram- hjáhlaupi. Þeir skipta máli. Rétt eins og talnaspekin og ljóðrænir eiginleikar danskrar tungu og fleira sem er ekki beinlínis heilræði og tilheyrir þar með ekki hér. En súrrealistarnir og undirmeðvitundin skipta máli. Því við sitjum öll á gullnámu sem er hægt að opna með því að stunda ofurlitla ósjálfráða skrift. Munum það.) Tölum sértækt, ekki almennt. Það sem kveikir eld í ímyndunaraflinu eru myndir sem lesandi hefur ekki séð áður. Myndlíking er aktívt fyrirbæri til að skilja veröldina, sagði Sigurður. Og notaði hana sem slíka. Og þessu nátengt: Hið smáa skiptir máli. Of stór viðfangsefni verða of almenn og yfirþyrmandi. Eilífðin. Ástin. Dauðinn. Tíminn. Smáatriði búa til mynd og myndir kalla fram tilfinningu. Þannig er ljóðlistin stöðugur dans myndlistar og ritlistar. Prófum þetta: Undir skólastofuborði kúra rýrir fót- leggir í buxum úr þykku ullarefni, sem nú eru orðnar alltof víðar. Leggirnir eru svo grannvaxnir að þeir eru krosslagðir tvisvar sinnum, bæði við hné og ökla. Vel pússaður skór slær ógreinanlegan takt á korkflísarnar. Svona lagað getur verið miklu áhrifameira en löng saga af krabbameini og feigð. Ef rétt er farið með. Raunar, ef við ættum að benda á leiðarstefið í þessu öllu saman – sem er þó alls ekki víst að við ættum að gera – þá snýst það um frávik. Díalektískt mótvægi. Orðaleik sem kitlar tungumálið, mynd sem vekur spurningar, eitt- hvað sem kemur á óvart. Alpahúfu í Reykjavík árið 1967. En höldum áfram. Nefndum við ekki rödd áðan? Það er gaman að leika sér með raddir. Góð eftirherma glæðir hverja frásögn lífi og er alltaf viðeigandi. Í fyrstu kennslustund gæti maður enn haldið að skáld yfir miðjum aldri séu svo vönd að virðingu sinni að þau notist ekki við eftirhermur. Þvert á móti. Í annarlok skilur maður að það væri fullkomið ábyrgðarleysi að grípa ekki til eftir- hermunnar. Af því að rödd er lykilatriði – og svo verður líka að vera gaman.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.