Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 14 TMM 2017 · 4 Já, þú varst uppátækjasamur og skemmtilegur unglingur, ákafur og ástríðufullur, herbergið fullt af teikningum, klæddist svörtum leðurjakka, hárið hvítt, ör og létt og hröð og skotin í strákum. Já, ég var alltaf skotin í strákum og ég var alltaf að yrkja þegar ég var ung- lingur. Ég byrjaði að yrkja þegar ég var ellefu ára og orti á fullu. Svo tók ég það rosalega alvarlega og var á kafi í því að lesa upp ljóð. Hvenær ákvaðstu að verða rithöfundur og skáld? Það var ekki fyrr en ég gaf út fyrsta smásagnasafnið mitt [Doris deyr] sem ég ákvað að verða rithöfundur, fram að því var ég ekki viss, teiknaði, orti, bjó til gjörninga, þýddi og alls konar. Ég gæti unnið að því öllu núna en þegar ég byrjaði að skrifa smásögurnar fann ég pláss í sjálfri mér og frið og mig lang- aði til að dvelja þar. Þá var ég í masternámi í myndlist í Montreal í Kanada og vildi frekar skrifa í næði en sitja í skólastofu og ræða myndlist við fólk. Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Mér fannst hvorugt eitthvað skemmtilegt í sjálfu sér. Svo eru þetta lengstu tímabil ævinnar þannig að það gekk á mjög miklu. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Ég er mjög trúuð. Líka þegar þú varst lítil? Nei, ég er alin upp af trúleysingjum og hef líklega alltaf haft – það sem pabbi kallar forna heilaskemmd og mamma kallaði auðvaldshyggju eitthvað – trúarþörf. Ég var alltaf rosa upptekin af Jesú. Ég tilheyri ekki neinum trúar- brögðum af því ég er ekki alin upp við það og veit ekki hvernig maður fer að því að ganga í söfnuð og baka brauðkökur fyrir safnaðarstarfið en ég er opin fyrir öllum uppástungum og það er ákveðin trú í sjálfu sér. Mér leiðist þegar fólk telur sig vita nákvæmlega hvernig allt er, hvort sem það veit að Guð er til eða ekki. Ertu félagsvera, einfari? Í grunninn er ég félagsvera en ég fæ ekki orku í kringum fólk, mér finnst gaman með fólki og fólk hreyfir við mér en svo þarf ég frið til að jafna mig, safna mér saman á milli félagslegra atrenna. Ég er sjálfri mér nóg og öfunda stundum fólk sem fær orku af samneyti. Ég held að þannig fólk lendi í fleiru og lifi kannski heilt yfir fjörugra lífi. Varstu / ertu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt? Ég var mömmustelpa og líka mikil ömmustelpa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.