Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 15
H n e f i b e i t i r h e i ð a r l e g r a o f b e l d i TMM 2017 · 4 15 Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar og leikrit og verk? Nei nei, alls ekki. Það eru alls konar trikk sem maður notar til að geta skrifað og eitt af því er að kötta á milli raunveruleikans og skáldskaparins. Þannig hugsa ég sem minnst um hvernig raunverulegir atburðir rata inn í hvað sem ég skrifa. Skoðaði ég það og velti mér uppúr því reisti ég mér höft. Eftir á verð ég oft vör við áhrifin og jafnvel líkindi við raunveruleikann – en það er samt ekki – samt raunverulega ekki – og eitthvað allt annað – en þú ert kannski ekki að spyrja mig um þetta? Nei, en þetta er frábært svar. Ég get ekki nákvæmlega útskýrt spurninguna sem ég spyr ekki af einkalegum og persónulegum ástæðum heldur vegna forvitni um hverju fólk kynni að svara spurningu einsog þessari. Sumt af því sem ég skrifa finnst mér ég ekkert endilega sjálf skrifa. Það er kannski ýkt að segja að mér finnist ég ekki hafa skrifað ákveðinn texta en það er að minnsta kosti satt og engar ýkjur að ég ræð ekki hvernig textinn verður, ekki frekar en ég ræð draumunum og öðru sem rekur ættir sínar til dulvitundarinnar – og að ég hafi einhverja stjórn er blekking. Ég tek ekki fagurfræðilegar ákvarðanir í dulvitundinni. Ég ímynda mér eitthvað – mér ímyndast eitthvað – og þarna er frelsi sem ég hef ekki stjórn á. Ef eitthvað kemur óheppilegt inn þvæ ég hendur mínar af því. En svo ég svari spurningunni, þá hafa foreldrar mínir auðvitað haft mest áhrif á mig af öllu. Mamma hvatti mig alltaf til dáða, oft þvert á alla skynsemi og því á ég allt að þakka. Ljóðin hennar höfðu líka mikil áhrif á mig. Áhrifa- mesta lesning lífs míns var þegar ég ungur unglingur las allar ljóðabækurnar hennar í einni atrennu. Listin er alltaf bara partur af raunveruleikanum og í henni búa skýringar sem við finnum ekki annars staðar. Takk fyrir þetta svar sem gleður mig. Ég ætla ekki að spyrja þig um áhrifa- valda en áttu bók, bækur sem þú grípur alltaf í, sem þú tækir með á eyði- eyju? Myndi náttúrulega vilja fara með eitthvað mjög langt sem ég er ekki búin að lesa. Þannig að þú veist ekki hvað þú færir með. Kannski Jósef og bræður hans, hún er löng og ég á hana eftir, ég er líka svo hrifin af Tómasi Mann. *** Ertu gift? Nei, ég er ekki gift, ég hef aldrei gifst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.