Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 25
H n e f i b e i t i r h e i ð a r l e g r a o f b e l d i TMM 2017 · 4 25 skyggn og segir aldrei það sem maður býst við. Ég man þegar ég heyrði fyrst lesið uppúr verki eftir hann, það var Skúrinn á sléttunni sem var sett upp í Borgarleikhúsinu, ég fékk eiginlega smá sjokk vegna þess að ég hafði aldrei heyrt svona leikbæran og lifandi texta á íslensku. Verkin hans Bláskjár, Aug- lýsing ársins og Kartöfluæturnar eru uppáhalds leikritin mín. *** Myndir þú geta lýst því í orðum hvernig fyrstu sautján ár þessarar aldar birtist þér? Það kom bara Juicy Couture. Hvað er Juicy Couture? Það er mjúkur velúr jogginggalli. Popúlismi og juicy couture eða teflon, sem hrindir kannski frá sér fitu en er samt líka eitrað. Ég var nítján um alda- mótin og lýsingin mín á síðustu sautján árum er lýsing á því þegar maður fer frá því að verða barn og verður fullorðin og lærir alls konar misjafnlega góðar leiðir til að lifa af. Ég skil vel að popúlisminn virki afþví maður vill ekki horfast í augu við hvernig heimurinn er. Það er þægilegra að ekki allar manneskjur njóti sömu virðingar, það er þægilegra að ímynda sér að það sé í lagi að sumu fólki líði illa því maður getur ekki verið sér meðvitaður um það allan sólarhringinn hvað margt fólk sem hefur nákvæmlega sama mannvirði og maður sjálfur þjáist grimmt útaf misskiptingu auðs. Maður skilur það svo vel að popúlisminn þrífist afþví maður var að verða fullorðin og var einhvern veginn bombarder- aður og varð að verja sig einhvern veginn og til þess notar fólk ýmiss konar aðferðir. Og hann er ekkert nýr af nálinni þessi popúlismi, hann er bara eld- gamall. Að verða fullorðinn er svoldið að falla fyrir popúlisma eða einhverju öðru sem gerir að verkum að maður þarf ekki að hugsa um dauðann. Já. Viltu segja mér frá upphafstímanum, þegar þú varst að byrja að koma fram og lesa ljóð og gefa út – einhverjar sögur – af stefnumóti hinna ungu skálda – hvernig var og hvað var gaman – þið eruð að byrja ljóðlist þriðja árþúsundsins samkvæmt þessu hérna tímatali. Við vorum alltaf mjög drukkin og lásum upp á börum og seldum ljóða- bækur fyrir bjór og vorum bara eins og annað listafólk um tvítugt í svona narsissískum leik, vorum svona að leika með þessar hugmyndir sem voru ennþá dálítið ferskar fyrir okkur vegna þess að við vorum svo ný. Hljómar kannski yfirlætislega að tala svona, en nokkurn veginn svona blasir þetta við mér núna. Upp á síðkastið hefur mér samt farið að þykja vænt um þessa útgáfu af sjálfri mér. Lengi vel fannst mér hún svo óþolandi góð með sig og áhugalaus
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.