Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 26 TMM 2017 · 4 um það sem á undan kom en núna skil ég að hrokinn var óöryggi og að til þess að taka svona ákvörðun, að vera ljóðskáld, þarf maður að hafna hefðinni og fortíðinni, að minnsta kosti rétt á meðan. Annars bara guggnar maður. Tilfinning þín fyrir síðustu öld? Þú kynnist henni, nærð í skottið á henni og þekkir sögu hennar. Já, svona ábyrgðarlaus þensla en líka gáski og gleði. Fólk sá ekki fyrir brjál- æðislegar afleiðingar þess sem átti sér stað, þessarar ofboðslegu fjölgunar mannkynsins og breytinga á neysluháttum. Ég skil að fólk hafi nostalgíu gagnvart þessum tímum, allt var á uppleið, allt að þenjast út. Æðislegt partý. Geturðu sagt fyrir um, séð fyrir þér, hvernig skáldskapur þessarar aldar verði öðruvísi en hinnar og þarsíðustu? Svona Nostradamus … þreytandi týpa! Já. Hugmyndir okkar um eignar- rétt hafa breyst og munu breytast ennþá meira. Lestur er í þróun. Ég held að fólk verði hraðlæsara og muni geta innbyrt helmingi meira magn af upplýsingum í einu og að skáldskapur verði þess vegna niðursoðnari. Eða kannski er það öfugt og verður eins og kókflöskuþróunin, úr litlu flöskunni í tveggja lítra í tveggja lítra kippu. Maður mun geta skrollað á blaðsíðum. *** Aha. Ertu pólitísk? Já ég hugsa að ég sé það alltaf, svona óvart með, í grunninn. Viltu breyta heiminum? Já. Ertu femínisti? Já. Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver er munur á stöðu karl- og kvenhöfunda? Það er kannski misólíkt eftir því hversu mikil kona maður er og hversu mikill karlmaður. Ef maður er alveg brjálæðislega gagnkynhneigð alveg bara kona-kona-kona þá er það mjög ólíkt því að vera sjúkt gagnkynhneigður karla-karl með stóru Kái. Karla-karla karlhöfundarnir eru allir svona hæpandi og seljandi í bunkum og haugum á meðan konu-kvenkonurnar geyma sitt efni í skúffum. En svo rennur það kannski saman í miðju rófi og nær jafnvægi. Vonandi innra með okkur öllum á endanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.