Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 41
TMM 2017 · 4 41 Steinunn G. Helgadóttir Xxx Janus hrasar þegar hann staulast niður úr rútunni. Um leið og ég tek fyrsta skrefið í áttina til hans liggur hann flatur í stæðinu og vonar að enginn hafi tekið eftir þessu, sem er auðvitað vonlaust. Hjálpsamar hendur og forvitin augu umkringja bróður minn þegar hann stendur skömmustulegur upp og reynir að bera sig karlmannlega. Svo athugar hann hvort myndavél sem hangir um hálsinn á honum sé ekki örugg- lega í lagi og léttir greinlega þegar hann kemst að raun um að svo er. Ég rétti fram höndina, ætla að heilsa, en einmitt þá rekur Janus augun í stækkandi blóðblett sem leitar upp jakkaermina og uppgötvar djúpan skurð ofan á framhandleggnum. Það verður heilmikið uppistand og fólk raðar sér í kringum hann. Það þarf augljóslega að sauma þetta, segir bakari bæjarins sem einnig var farþegi í rútunni og býðst til að skutla Janusi á heilsugæslustöðina en ég læt mig hverfa. Ég er góð í því. Janus er líka með heimilisfangið mitt, hann getur komið sér þangað sjálfur. Loftið er rakt og svalt og mér finnst það hressandi þó öðrum sé kalt. Mér er alltaf heitt og ég hneppi kápunni frá mér á meðan ég staldra við á brúnni. Áin sem rennur í gegnum bæinn skiptir honum í tvennt. Sitt hvoru megin við hana hjúfra húsin sig saman í litlar jafnaldraþyrpingar sem minna á matadorhús með einu og einu hóteli. Í einu húsinu búum við mamma. Samtal okkar Janusar var stutt. Nýi grái síminn gefur frá sér andstyggilegt hátíðnihljóð sem mamma segir að ég ímyndi mér og ég forðast hann. Janus virðist ekki sólginn í langar samræður heldur, þó hann hafi eitthvað imprað á fleiri systkinum sem hann ætlar að finna. Hann um það, mér er sama. Systir mín, Lilja, nægir mér og helst hefði ég viljað vera laus við þessa heimsókn. Það eru ekki margir á ferli fremur en venjulega, nokkrir bílar aka framhjá en enginn hægir á sér þó flestir kannist við mig. Ég er stolt af húsinu okkar. Þetta er fallega tjargað timburhús, hæð og ris og þegar ég var barn fannst mér það dularfullt og notalega hættulegt eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.