Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 42
S t e i n u n n G . H e l g a d ó t t i r 42 TMM 2017 · 4 húsin í gömlu bókinni með Grimmsævintýrum. Í dag glitra regndropar á þakinu eins og bráðinn sykur og augljóslega lumar þetta hús á merkilegum sögum. Enginn hefur þó heyrt þær, ekki einu sinni ég sem er fjórði ætt- liðurinn hér. Við erum aðhaldssöm á orðin í þessari fjölskyldu og lúrum helst á þeim ósögðum. Eina undantekningin er Lilja, rifan í þagnarmúrnum, en það breytir engu því hún veit ekki meira en við hinar. Ég fer upp í herbergið mitt og skipti um bol, því sá sem ég er í er blautur af svita. Það var átak fyrir mig að ætla að taka á móti Janusi þegar hann kom með rútunni og ég er að velta fyrir mér að fara í sturtu, þegar ég hrekk upp við skarkala í anddyrinu og hann stendur allt í einu fyrir framan mig þegar ég kem niður. Okkur bregður báðum. Ég er hvorki smáfríð né nett, fjall og kona í sama líkama. Hins vegar er ég léttfætt sem er meira en hægt er að segja um bróður minn sem stendur nú kyrr í miðri stofunni eins og sólsnortinn tröllkarl. Ég hringdi dyrabjöllunni … stamar hann og ég kinka kolli. Þessi bjalla hefur verið biluð lengi, við höfum ekki nennt að láta laga hana. Sem betur fer er hann ekki að biðja um innilegar móttökur. Engin faðmlög, engir kossar, engin andúð. Janus horfir í kringum sig í stofunni og útsaumsmyndirnar hennar mömmu hafa greinileg áhrif á hann. Ég renni augunum samferða honum eftir veggjunum og saman skoðum við hausana sem gægjast fram úr rökkrinu í stofunni svo listilega útsaumaðir að þeir virðast þrívíðir. Ég skil hvernig honum líður, þetta er dáleiðandi umhverfi, jafnvel fyrir mig sem er vön því. Mamma hefur verið svo iðin að rammarnir sem umvefja bróderíið snertast næstum því og rykagnir sem sveima rólyndislega um herbergið tylla sér á loðna marglita krossa, nema land og taka tímann. Allar myndirnar eru  portrett af karlmönnum og þeir snúa að miðju stofunnar eins og uppstoppaðir hausar mikilvirks veiðimanns. Allir stara þeir líka á sama punktinn  á miðju gólfinu þar sem ekkert er að sjá nema mjóan ljósgeisla sem klifrar frá loftljósinu niður á gömlu gólffjalirnar, veik- burða í daufri dagsbirtunni. Þetta er reyndar eini auði bletturinn í stofunni okkar, plássið þar sem eitthvað á að gerast. Rétt bráðum. Janus staldrar við hjá kunnuglegustu andlitunum. Þarna eru nokkrir leikarar, stjórnmálamaður, rithöfundur og svo er útsaumuð eftirmynd ljós- myndarinnar af pabba okkar sem kom í Morgunblaðinu þegar hann skrifaði pistil um vankanta hægriumferðar á Íslandi. Þessi útsaumur er á heiðursstað á miðjum veggnum fyrir ofan lítið borð með styttu af hjarðsveini. Ég sé að það tekur á Janus að skoða þá mynd og skil það vel. Það er eins og karlinn hafi lokast inni.  Stirðir og grófir andlitsdrættir mannanna eru krosssaumaðir úr mislitum ullarþráðum, ýktur húðliturinn bleikur og grænn, útlínurnar sikksakkaðar og harðar. Roy Rogers starir dauðum augum á gólfið. Hann er með hvít ex í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.