Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 46
S t e i n u n n G . H e l g a d ó t t i r 46 TMM 2017 · 4 Skáldið neglir hann við kaldan vegginn með kolsvörtum selsaugum. Láttu þig ekki dreyma um að það sé komið vor, röddin er djúp og hljómmikil, allt sem hann segir hljómar eins og ljóð. Það er langt síðan ég lét svona glennu plata mig. Í fyrra snjóaði hér í júni! Stundum hefur hvarflað að mér að hann sé kraftaskáld og nú hafa orð hans samstundis áhrif á veðrið. Köld gjóla laumast undir borðið um leið og sólin forðar sér fyrir hornið. Við skulum setjast í skjól, vestan megin við húsið, segir Lilja og stendur upp, teygir úr íturvöxnum líkamanum og hreyfingarnar eru mjúkar eins og hjá dansara. Þessi mýkt er það eina sem við systurnar eigum sameiginlegt. Lilja er með spékoppa, það glittir í blúndubrjóstahaldara undir þunnri blússu og lopa og auðvitað elta allir þessa fyrrverandi ungfrú Ísland, eða næstum því allir. Mágur minn verður eftir í sjálfvöldum skugga, Janus kann ekki við að skilja hann eftir einan og ég vil ekki fara frá Janusi. Við heyrum hlátrasköll hinumegin við hornið, Lilja kemur með nýtt teppi sem hún vefur ástúðlega um herðar eiginmannsins og uppsker dauft bros áður en hún fer. Gleðilætin sólarmegin fara í taugarnar á húsbóndanum sem þegir. Janus spyr hvort hann sé að skrifa nýja bók en það stendur á svarinu og við hlustum á fjarlægan söng fuglanna sem kjósa líka að halda sig í fjörinu handan við hornið. Sennilega finnst mági mínum spurningin heimskuleg. Janus þagnar og fiktar annars hugar við myndavélina, bregður henni fyrir augað af og til og skoðar umhverfið í gegnum linsuna. Nei, það kemur ekkert út eftir mig lengur, segir skáldið loksins og starir tómlega á kaldan kaffibolla. Ég get ekkert einbeitt mér, það er svo lágt til lofts hér. Hann bendir upp í heiðbláan himininn. Og svo gleymist maður líka þegar maður er ekki fyrir sunnan, bætir hann við. Maður hættir að vera til. Janus á ekkert svar við þessu en kinkar kurteisislega kolli. Ert þú að sunnan? spyr mágur minn tortrygginn. Janus umlar eitthvað og laumast til að sleikja bleikan mjólkurbúðarglassúr af köldum og klístruðum fingrunum. Það geri ég líka. Tungan er hlý, sætt bragðið notalegt. Auk þess kann ég ekki við að skilja þá eftir eina og fara inn og þvo hendurnar. Maður skilur ekki bróður sinn eftir í skugganum með einmana og kvefuðu skáldi. Það er eins og mágur minn lesi hugsanir mínar. Þið þurfið ekki að hanga hér í trekk og kulda yfir geðvondum fauski eins og mér, segir hann umburðarlyndur og undan mörgum setlögum af mótlæti dregur hann fram kankvíst bros. Ég kann ágætlega við mig hérna, skrökvar Janus en ég kinka fegin kolli og spyr hvort við eigum ekki að drífa okkur heim. Vorið er liðið og við höfum setið þarna allt of lengi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.