Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 80
80 TMM 2017 · 4 Uggi Jónsson Tvær sögur Helgisaga um hestamennsku á Sauðárkróki Það var eina haustnóttina laust eftir aldamótin þegar ég var þess fullviss að allur bærinn svæfi að ég lét eftir mér dálítið sem ég hafði lengi haft í huga. Ég gekk með stólkoll suður eftir Suðurgötunni, svo yfir bílaplanið og að sprungum drifnum steypuklumpi, hátt í mannhæðarháum, stöplinum undir Faxa, málmhesti í fullri stærð, eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara. Þar stillti ég kollinum upp og svipaðist vandlega um til að gæta að því hvort nokkur væri á ferli sem kynni að koma auga á mig en sá engan. Því næst steig ég upp á kollinn og átti þá nokkuð auðvelt með að hefja mig upp á stöpulinn. Þar var ekki mikið pláss svo að ég gat aðeins með naumindum staðið til hliðar við hestinn. Sem ég var að kasta mæðinni eftir þetta brölt heyrði ég í bíl á ferð. Yfir hrygginn á klárnum sá ég að hann nálgaðist norður eftir Skagfirðinga- brautinni og færi því ansi nærri þar eð gatan sú liggur jú svo til beint fyrir framan snoppuna á Faxa. Til að leynast beygði ég mig og færði mig aðeins til að fæturnir væru mögulega í skjóli af framfótum hestsins. Bíllinn fór hjá og hjartað sló aðeins örar í brjósti mér þegar ég sá að þetta var lögreglubíll bæjarins. Það var ekki laust við að það væri komin dálítil panikk í mig, svo að ég dreif nú sem snarast í ætlunarverki mínu og tókst harla vel að komast á bak. En áður en ég fór að berja fótastokkinn einsog ég hafði hugsað mér, til að heyra hljóminn í skrokknum, hvörfluðu augun sem snöggvast upp til hægri, að Nöf- unum þar sem hinir látnu vaka og sofa yfir bænum. Einn þeirra var nú upp- risinn og kominn fram á brúnina. Hann horfði niður til mín og hristi höfuðið vonleysislega. Ég hallaði mér fram á hendurnar, lagði lófana á lendar hestsins, starði niður á taglrótina og fyrirvarð mig fyrir þau frámunalegu mistök sem ég hafði gert í asanum. Að baki heyrðist mér Faxi frýsa af vanþóknun. Ég leit var- lega upp aftur. Þetta var án efa aðgætinn og vandaður skagfirskur hestamaður þarna uppi, því nú gat hann ekki horft upp á þetta lengur. Hann sneri sér undan og fór aftur inn í kirkjugarðinn, enn að hrista hausinn. Sjálfur renndi ég mér snarlega af baki, stökk niður af stöplinum, tók stólkollinn og hraðaði mér burt áður en fleiri kæmu fram brún Nafanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.