Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 81
Tvæ r s ö g u r TMM 2017 · 4 81 Tvö reiðhjól – og það sem ég kannski vildi sagt hafa Við félagarnir vorum eitt þoku sveipað sumarkvöld á göngu vestast á Sel- tjarnarnesi og áttum leið hjá þar sem nú stendur húskofi lítill, sérhannað fuglaskoðunarhús. (Hér er tilvalið að geta þess sem frægt varð á sínum tíma í Norður-Ameríku þegar slíkt hús var reist á austurbakka Potomac- fljótsins. Inn í það gengu hjón nokkur, svipuðust um í rökkrinu þar sem allir hlerar skoðunarglugganna voru fyrir og kváðust svo síðar hafa orðið fyrir vonbrigðum, þar inni hefði ekki verið svo mikið sem fjöður.) Kvöldið var gamalt eða nóttin ung, eftir því hvernig á er litið, og við vorum allir fornir í miðaldra skrokkum og þaðan af eldri. Stemningin róleg og sífellt eitthvert smáskvaldur á lágum nótum. Utan við fuglaskoðunarkofann sá ég tvö reið- hjól og litlu munaði að ég minntist á að mögulega væri eitthvert útivistarfólk inni í rökkrinu, því hlerarnir voru fyrir gluggunum. En orðið var ekki laust í þeirri andránni og svo héldum við göngunni áfram kringum golfvöllinn og prísuðum okkur sæla yfir alltumvefjandi ergelsinu í kríunum sem voru af öllum mætti að gæta ungviðisins, því fyrir vikið vogaði enginn golfari sér að vera á vellinum og skapa þá ógn vofandi yfir að kúla hitti allt í einu einhvern okkar í höfuðið. Og svo vorum við fuglunum vitaskuld líka þakklátir fyrir að láta okkur óáreitta. (Hér er ekki úr vegi að ég nefni það sem ég þagði yfir við þetta tækifæri, eða kannski komst ég bara ekki að með það fyrir skrafinu í félögunum, að þegar ég var yngri lentum við bróðir minn eitt sinn í kríu- geri og leit hann þá upp á röngu augnabliki, einmitt þegar ein þeirra steypti sér einsog Stuka-sprengjuflugvél og festi gogginn í gagnauga hans um hríð; eftir örvæntingarþrungið vængjablak og barning sem víbraði um alla höfuð- kúpuna, reif krían gogginn lausan, flaug burt og virtist ekki hafa orðið fyrir teljanlegu tjóni, en bróðir minn varð aldrei samur eftir þessa stungu sem hæfði hann svo meinlega.) Um síðir komum við aftur að fuglaskoðunarkofanum og í þann mund komu út úr honum skömmustulegur miðaldra maður og álíka gömul kona sem var prakkaralega undirleit og kvöddust í styttingi, stigu á bak reiðhjól- unum og fóru svo hvort til sinnar áttar, hún inn á stíginn framan við okkur. „Ja, ég er svo aldeilis bit …“ sagði annar félaga minna og dokaði við. (Hér væri svo sem hægt að minnast á sitthvað sérstakt í fari konunnar, sem ég kannaðist við frá fyrri tíð, og það flökraði að mér að félagi minn gerði það einnig, en varla á sömu forsendum. Til að skipta sem snöggvast um umræðuefni var ég að hugsa um að líta upp í loft og segja eitthvað marklítið um þokuna, en varð of seinn til.) Félaginn hélt áfram: „… aldrei hef ég séð nokkra manneskju hjóla svona.“ Og víst var stíllinn nokkuð frábrugðinn því sem vanalegast er, en kvöldið var enn sem fyrr vígt tæru hrekkleysi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.