Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 92
J ó n S i g u r ð s s o n 92 TMM 2017 · 4 borði birtast hér mennskir þræðir inni í vefnaðinum, með mismunandi hitastigi, sumir óljósir en áhrifasterkir, sumir óræðir. Þeir birta „blendni og margfeldni mannssálarinnar“ eins og Halldór sjálfur hafði orðað það í blaða- grein löngu áður (H 1924). Þeir mynda spennu. Sumir tvinnast saman við aðra sálarþræði sem andstæður og mótsetningar, sumir vitrænir, aðrir síður en svo. Og þeir lifa sínu lífi og gefa til kynna að í mannlífinu eru fleiri rætur og valdar en efnahagsleg eða þjóðfélagsleg staða segir til um, dýpri og eðlis- lægari heldur en marxistísk greining megnar að leiða í ljós. Áhrif stjórnmálaskoðana skáldsins eru augljós, en fleira kemur til. Og samskipti þeirra Bjarts og Ástu tengjast annarri samtíma-tvennu: lífið í þorpinu sem annar veruleiki við hlið sveitarinnar og skyndimót Bjarts við launamenn og kjarabaráttu þeirra. Vésteinn Ólason hefur bent á mikilvægi ástarinnar í verkinu: „… fullkomnun þess að vera sé fólgin í því að elska“ (Vésteinn 1977:49). Hann telur reyndar að harmleikur Bjarts sé í því fólginn „að hann gín við þeirri hugmynd yfirstéttarinnar að það að vera sé sama og að eiga“ (Vésteinn s.st.). En skáldið lýsir þessu öllu án þess að stjórnmálaboðun beri ofurliði inni- legu mennsku þættina. Hvatar og valdar eru margir, ósamstæðir og sumir þeirra einkalegir frekar en samfélagslegir, lífrænir frekar en rökrænir. Aftur og aftur er frásögnin opin í sálarstríði með tvo eða fleiri valkosti framundan, misgreinilega, og þessi opna óvissa helst enda þótt skoðanahneiging skáldsins kynni ella að leiða til niðurstöðu. VI Eitt skarpasta einkenni Bjarts er hversu uppástöndugur og kjaftfor hann er allt frá upphafi sögu. Hann er eins gersneyddur undirgefni vinnumannsins og verða má. Í þessu er strax innri andstæða og spenna í lífi hans, og það er eins og Jón stórbóndi á Úti-Rauðsmýri hafi svolítið gaman af þessu (H 2011:251). Reyndar eru dæmi um stóryrði úr annarra munni líka í verkinu, til dæmis séra Guðmundar (H 2011:178, 184) og Guðnýjar ráðskonu (H 2011:171). Þetta er merkilegur þáttur í viðmóti þessa allslausa vinnumanns sem er öreiga hjú og settur í niðurlægjandi aðstöðu leppsins. En þrátt fyrir allt lætur Bjartur sig aldrei og er fullur þvermóðsku og sjálfræðis frá fyrstu stundu í verkinu og allt til loka. Þetta ýtir undir áhuga á manngerðinni og manninum sjálfum og hrífur lesanda með sér. Meðal annars er Bjarti lýst eins og Ásta Sóllilja hefur séð hann: „… saman- rekinn og baraxlaður, með sterka arma, úfið hár. Brýn hans eru loðnar brattar og gneypar …, en á digrum hálsi … : sterkasti maður heimsins …, kunni svör við öllu, … hræddist ekkert og eingan, berst einn við alla á fjar- lægri strönd, sjálfstæður og frjáls; einn við alla“ (H 2011:267–268). Enda þótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.