Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 104
J ó n S i g u r ð s s o n 104 TMM 2017 · 4 þegar það birtist. Ýmsir skrifuðu um verkið og sumir mjög neikvætt. Jónas Jónsson alþingismaður og fyrrum ráðherra skrifaði mjög langa og rækilega ritgerð um verkið, en hann hafði áður veitt skáldinu stuðning (Jónas 1936; sjá einnig: Vésteinn 1983). Þar segir Jónas meðal annars: „H.K.L. lætur Bjart fylgja fram stefnu sinni út í yztu æsar  … Bjartur er þannig þrekmikil en stórlega ýkt og breytt mynd af íslenzkum bónda eins og lífsbaráttan hefur mótað hann“. Jónas segir að Bjartur sé „ósanngjarn“, „sveltir sig og fólk sitt“, og að hann „sýnir veikri stjúpdóttur sinni ómannlega hörku“ (Jónas s.st.). Jónas gerir ýmsar aðfinnslur við Bjart og athafnir hans en beinir gagnrýni sinni mest að höfundinum. Hann kvartar undan því að í verkinu séu „útúr- dúrar“, „ömurleiki“, „hinn hrjúfi blær“, „bölsýni“, „byltingarstefna Rússa“ og „kommúnistaritgerðir“. Hann segir meðal annars: „Ekkert er eins hættulegt fyrir skáld eins og að vera prédikari“ (Jónas s.st.). Jónas nefnir að ágreiningur sé á milli skáldsins Halldórs og íslensku þjóðarinnar og segir að „starfsaðferð skáldsins, að setja saman ýkt og oft ömurleg einkenni, setja sérstakan blæ“ á verkið (Jónas s.st.). En trúlega hefur Jónas látið sér í léttu rúmi liggja tilvísunina til ungs forsætisráðherra Fram- sóknarflokksins sem nefnd er hér framar. Kristinn E. Andrésson, menn- ingarleiðtogi róttækra, svaraði Jónasi og taldi að „Rauðsmýrarmaddaman“ talaði undir nafni hans (Kristinn 1934, 1976). Hverjar eru þær athafnir sem einkum valda áfellisdómi? Um þetta hefur Illugi Jökulsson rithöfundur fjallað (Illugi 2009). Hann segir: Bjartur er „sami kúgarinn og þeir sem höfðu áður kúgað hann. … Hann er eitthvert versta skrímslið í samanlögðum íslenskum bókmenntum.“ Þegar Bjartur tekur Rósu að sér kallar Illugi það þann „ógeðfellda kaupskap … sýndi þeirri konu aldrei annað en fúlmennsku“. Um börnin: „… lagði á þau hendur og níddist á þeim.“ „Hryllingurinn sem einkenndi samskipti hans við Ástu Sól- lilju og drengina er eiginlega óbærilegur …“ „Bjartur … víkur raunar aldrei góðu að nokkrum manni … segir aldrei neitt fallegt við nokkra sál … leggur aldrei neinum lið né hjálpar neinum, nema hann telji sig geta haft eitthvert gagn af því … sýnir á átakanlegan hátt hve andstyggilega vondur maður hann var … treður sjálfsvirðingu annarra í svaðið og helst þeirra sem næst honum standa … þessi einsýni … sýkópatíski fantur …“ (Illugi s.st.). XII Ummæli Bjarts um konur skera í augu lesanda. Um inntak hjónabandsins segir Bjartur: „… hart er það að þurfa að giftast konu til að hafa fullt leyfi til að segja henni að halda kjafti“ (H 2011:670). Um uppvöxt Ástu hefur hann þetta til skýringar: „það er einsog ég hef þráfaldlega sagt, bæði við tíkina og konur mínar: kvenkynið er ennþá aumara en mannkynið“ (H 2011:555–556). Er hér einhver óvissa, einhver vanmetakennd? Er Bjartur að berja frá sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.