Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 115
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 115 Baráttunni lýkur ekki með endanlegum ósigri, heldur flyst fjölskyldan áfram að nýju koti til heiða. Bjartur er einn þeirra bænda sem urðu illa úti í verðfallinu. Um tíma búnaðist þeim þokkalega í Sumarhúsum, vegur var lagður þar nærri og Bjartur byggði þar upp. Nú liggur leiðin lengra inn á heið- arnar. Þar bíða stritið og fátæktin, en ef til vill líka einhver ókunn tækifæri. Bjartur húsar upp á Urðarseli með nýrri baðstofu (H 2011:702) og flytur fé sitt og búslóð þangað. Þótt skuldugur sé á hann eitthvað enn (H 2011:701). Jörðin virðist vera skuldlaus eign gömlu konunnar og staðurinn vekur þeim engan óhug. Viðskiptalegt afurðamat skiptir ekki öllu máli þegar sjálfsnægta- búskapur er ráðandi þáttur. Mörg heiðakotin, „fram í heiðanna ró  … þar sem birkið og fjalldrapinn grær“, voru fallin til sauðfjárræktar og beitar, og Hallbera gamla minnist þess (H 2011:696). Um hana segir líka: „Hana lángaði altaf heim“ (H 2011:583). En lýsingar Halldórs í verkinu sýna að þorpið býður þessu fólki engu betri kjör. Þar er öryggisleysið algert og örbirgðin stundum verri og berklarnir ekki skárri. Ekki verður fullyrt að Ásta sé beinlínis að dauða komin þótt hún hósti blóði og hafði áður sýnt sig lífseiga í meira lagi. Sjúkdómur hennar verður ekki rakinn til Sumarhúsa. Ef marka má umvandanir maddömunnar á Úti-Rauðsmýri hafa berklarnir borist þangað frá „heimsmenníngunni“ með kennaranum (H 2011:558). Litlu börnin eru með í för, og sagan skilur við Bjart með fullu þreki og kröftum, óbugaðan og einbeittan, – en stórum þroskaðari mann en framan af í verkinu. Undir lokin virðast þrír þræðir lausir: Hvað verður um Bjart eftir ósigur og hrun? Hvað leiðir af áhrifunum sem verkfallsmenn hafa á Bjart? Er Ásta Sóllilja alveg úr sögunni? Bjartur hefur tapað eignarjörð sinni. Ef skáldið fylgir forskrift „þjóðfélags- raunsæis“ bíður Bjarts niðurlæging og síðan endurreisn. Tilraun til þjóð- félagsraunsæilegrar greiningar gæti verið á þessa lund: Bjartur má sín einskis andspænis rísandi auðvaldskerfi og bíður „hlutlægt röknauðsynlegt“ (objektiv) skipbrot. Hann hrekst niður í þorpið og leitar sér vinnu. Sam- kvæmt sömu forskrift öðlast Bjartur í þeim svifum nýjan skilning og nýja sýn um málefni samfélagsins og sín eigin. Loks gengur hann sannfærður til liðs við vaknandi hreyfingu öreiganna í þorpinu. En Halldór Kiljan Laxness skrifaði ekki í þessum anda. Urðarsel var löngu fyrr kynnt til sögu (H 2011:188), en nú birtist það allt í einu eins og æðri íhlutun, „deus ex machina“ í leikverki eftir Evrípídes, og opnar nýjar leiðir (H 2011:696). Verkinu lýkur ekki á endalokum, heldur hefst nýr kafli í loka- orðum þess. Halldór hugleiddi rækilega ólíka valkosti í verkum sínum og ákvað leiðir að vandlega íhuguðu ráði. Skáldið skynjar ólíkar og andstæðar hliðar í söguþræðinum og í skaphöfn og lífsdraumum. Fannst honum að innganga í þorpssamfélagið væri of andstæð allri manngerð Bjarts? Eða taldi skáldið það of fljótlega úrlausn úr hörmulegum vítahring einyrkjans? Var Halldór líka að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.