Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 120
120 TMM 2017 · 4
Viðtal við Daniel Cohn-Bendit1
„Við vildum byltingu“
Gunnar Skarphéðinsson þýddi
Daniel Cohn-Bendit fæddist árið 1945 í Frakklandi. Foreldrar hans voru
Gyðingar sem höfðu flúið frá Berlín árið 1933 undan ofsóknum nasista.
Cohn-Bendit flutti með foreldrum sínum til Þýskalands árið 1958 þar sem
fjölskyldan settist að í Frankfurt. Hann lauk menntaskólanámi í Þýskalandi
og tók upp þýskan ríkisborgararétt en fór árið 1966 aftur til Frakklands og
hóf nám í þjóðfélagsfræði í háskólanum í Nanterre sem er ein af útborgum
Parísar. Í stúdentauppreisninni í maí 1968 í París var hann helsti leiðtogi
stúdentanna allt þar til að franska ríkisstjórnin vísaði honum úr landi. Hann
sat fyrir þýska Græningja á Evrópuþinginu frá 1994 til 2014.
Í þessu viðtali við blaðamenn Spiegel ræðir hann um uppreisn 68-kyn-
slóðarinnar: hvers vegna slík uppreisn hafi verið nauðsynleg, hverju hún hafi
breytt og hvað hann sjái að gert hafi verið rangt.
Spiegel: Herra Cohn-Bendit, „… árið 1968 stóð heimurinn í ljósum logum“,
sagðirðu eitt sinn. Hvað áttirðu við?
Cohn-Bendit: Árið 1968 braust út pólitísk og menningarleg uppreisn sem
nam ekki staðar við landamæri þjóðríkja. Uppreisnin hófst í Bandaríkjunum,
en stríðið í Víetnam kynti þar mikið undir, hún breiddist síðan út til Þýska-
lands og Frakklands og einnig til Austur-Evrópu. Í Póllandi og Júgóslavíu
beindust mótmælin að einræðisstjórn kommúnista. Stúdentar reyndu líka
uppreisnir í Rómönsku-Ameríku og Tyrklandi.
S.: Og þú varst í París meðan á þessu gekk?
Cohn-Bendit: Það er til ljósmynd af mér þar sem ég stend andspænis lög-
reglumanni og á tal við hann. Þessi ljósmynd fór þá víða um heim. Sextíu-
ogátta var þá, og er enn, tákn uppreisnar sem merkti: annars konar, betri og
fegurri veröld er möguleg. Sextíuogátta er alger goðsögn. Mín eigin persóna
kallar víða fram þessa minningu – það er í raun glórulaust.
S.: Þú gafst fyrir nokkrum árum út bók sem hét Wir haben sie so geliebt,
die Revolution. (Við elskuðum byltinguna svo mikið).
Cohn-Bendit: Já, á þeim tíma var ég 23 ára, það er að segja býsna ungur. Og
þegar maður er 23 ára gamall og fyllist skyndilega þeirri tilfinningu að maður
sjálfur og við öll séum um það bil að snúa gangi sögunnar, þá vekur slíkt