Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 126
Vi ð t a l v i ð D a n i e l C o h n - B e n d i t 126 TMM 2017 · 4 hún nú gegn okkur? Í Frakklandi varð þetta ekki að hneyksli. En í Þýskalandi lék stund hefndarinnar stórt hlutverk: Joschka Fischer átti að eyðileggja sem fyrrverandi grjótkastara og mig sem barnaníðing. S.: Er ekki gínandi gap í teóríu og praxís í kynferðismálum hjá mörgum af 68-kynslóðinni? Þú gekkst að minnsta kosti í hjónaband árið 1997 með lífs- förunaut þínum, Ingrid Apel. Cohn-Bendit: Við höfðum verið saman í 17 ár þegar við giftum okkur. Sonur okkar var þá sjö ára. Áður en við fórum að vera saman hafði ég búið í 15 ár í kommúnu. Ingrid átti fyrir eitt barn. Þannig að þetta var allt saman ekki sérlega borgaralegt. Við lifðum sem stórfjölskylda. Á hverjum sunnudegi borðuðum við saman með fyrrverandi eiginmanni Ingridar og nýju konunni hans og börnum þeirra. Þetta var tilraun til þess að draga úr áhrifum af dramatískum lokum sambands til þess að börnin þyrftu ekki að þjást þess vegna. Úr þessu varð til nútíma „bútasaumsfjölskylda“. S.: Sýndu árin eftir 1968 ekki fram á það sem uppreisnarmennirnir höfðu haft efasemdir um, þ.e. takmarkaða umbótagetu og ónógan endurnýjunar- kraft hins lýðræðislega þjóðfélags? Sagnfræðingurinn Heinrich August Win- kler álítur að svo hafi verið. Cohn-Bendit: 68-kynslóðin víkkaði út umbótagetu hins lýðræðislega þjóð- félags. Umbótaviljinn í samfélaginu var og er óhlutbundinn og 68-kynslóðin lauk dyrunum upp og skapaði þannig hið opna samfélag. S.: Hvers vegna ræða menn enn þá um 68-byltinguna og afleiðingar hennar í Þýskalandi með svo mótsagnakenndum hætti? Íhaldsmenn og æskufólkið sjá þar ekkert jákvætt en vinstra fólkið og hinir frjálslyndu telja 68-byltinguna hafa lagt grunn að lýðræðisþróun og virða hana fyrir að hafa tekið frumkvæði að uppgjöri við nasismann. Cohn-Bendit: Það stafar af því að 68-kynslóðin hreyfði við pólitískum grunnstoðum og skók þar með allt samfélagið. Allt samfélagið varð að sjá hlutina með nýjum hætti. Í Vestur-Þýskalandi stóð ekki steinn yfir steini eftir uppgjörið við nasismann. Og á endanum var svo frumkvöðla byltingarinnar hvarvetna að finna, bæði til hægri og vinstri. Allir fundu eitthvað til þess að berja á. S.: Ef þú lítur til baka og dregur saman persónulega skoðun þína – hverju kom 68-kynslóðin til leiðar pólitískt? Cohn-Bendit: Til allrar hamingju ekki því sem hún vildi á sínum tíma koma til leiðar. Hún hóf árangursríka menningarbyltingu. Allnokkrir urðu atkvæðamiklir stjórnmálamenn, Joschka Fischer var til dæmis góður utan- ríkisráðherra. Hann hefur tilfinningu fyrir styrk en þess er þörf ef maður vill á tindinn. Ég kærði mig ekki um að fara þangað, ég hafði ekki þörf fyrir það. Flestir af 68-kynslóðinni fengu vinnu, margir sem háskólamenn, kennarar og fjölmiðlafólk. En fremur fáir náðu verulega langt að lokum. Í Frakklandi frömdu til dæmis allmargir félagar sjálfsmorð haustið 1968 þar sem byltingarvonir höfðu brugðist…
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.