Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Síða 9
7
Blöndiiós. Árferði ágætt. Al'koina góð og liefði verið ágæt íyrir licr-
aðið í heild, ef mæðiveikin hefði ekki enn sem fyrr gert talsverðan
usla. Á Skagaströnd varð öll afkoma miklum mun lielri en verið hei'ur
undanfarinn áratug, og er það einkum að þaltka hraðfrystihúsi þvi,
er reist var með ábyrgð sýslusjóðs árið 1938.
Sauðárkróks. Afkoma manna í sveitum mun hafa verið sæmilega
góð yfirleitt, en nú vofir mæðiveikin yfir héraðinu vestan vatna og
garnaveiki í sauðfénu austan vatna. Á Sauðárkróki var talsverð at-
vinna við höfnina, sem lokið var við á árinu. Annars er mestan hluta
ársins mikið atvinnuleysi í kauptúninu og mikil sveitarþyngsli. Mikil
hjálp er mörgum að því, að þeir hafa búskap, bæði kýr og kindur,
jafnframt því að stunda daglaunavinnu.
Hofsós. Árferði ineð afbrigðum gott, svo að afkoma flestra héraðs-
búa mátti heita í bezta lagi.
Ólafsfj. Yfirleitt má segja, að afkoma manna á árinu hafi verið með
versta móti, sem auðskilið er, þegar afli var lélegur og' afurðaverð lágt.
Nokkuð bætti úr, að atvinna í landi var með langmesta móti.
Svarfdæla. Sjávarafli tæplega í meðallagi að magninu til, en heldur
betur að verðmæti. Næg atvinna yfir vor- og sumarmánuðina. At-
vinnuleysi er hér alltaf nokkurt að vetrinum. Enginn mun líða neyð
af skorti á lífsnauðsynjum. Árið í heild um flest í meðallagi og um
sumt mun betur.
Akiireyrar. Afkoma manna, bæði til lands og sjávar, mun hafa verið
með betra móti, en allmikið atvinnuleysi þó í bænum eins og á undan-
farandi árum.
Höfðahverfis. Að öllu athuguðu mun afkoma manna, bæði til lands
og sjávar, hafa orðið í meðallagi
lleijkdæla. Almenn afkoma mun hafa verið góð.
Húsavikur. Afkoma bænda góð. Líkt má ség'ja um afkomu þorps-
búa. Yfirleitt má heita, að jretta ár hafi verið mönnum í þessu héraði
hagstætt, og ég' held, að efnahagur fari batnandi.
Öxarfj. Árið mun verið hafa héraðsbúum í hagstæðara lagi fjár-
hagslega. Ekki skorti atvinnu, og verðlag var hagstætt.
Þistilfj. Árferði gott til lands og sjávar og afkoma manna mjög'
batnandi
Vojmafj. Afkoma manna yfirleitt með allra bezta móti.
Hróarstungu. Efnahagur manna lítið breytzt til batnaðar enn þá.
Seyðisfj. Atvinnulífið í kaustaðnum svipað og áður - - fremur dauft.
Xorðfj. Árið að flestu gott fyrir sveitabændur. Aftur aflatregða til
sjávarins, og ekki er ástandið miklu betra en áður fyrir almenning þar.
Reijðarfj. Afkoma manna mun betri en undanfarin ár
Berufj. Afkoma til sjávar var með betra móti.
Síðu. Þrátt fyrir árgæzku er afkoinan fremur slæm.
Mýrdals. Árferði og almenn afkoma hvort tveggja bærilegt.
Vestmannaeyja. Afkoma manna yfirleill sæmileg.
Rangár. Árið mátti heita hagstætt. Afkoma bænda með bezta móti.
Eijrarbakka. Vertíðin lakari en í meðallagi. Atvinna við fram-
kvæmdir Kaupfélags Árnesinga allmikil. Vegavinna svipuð og undan-
farin ár. Afkoma mikils þorra bænda allgóð og sumra jafnvel ágæt.