Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Page 42
40
sjúkdómseinkennuin ( svo sem auknum likamshita, hækkuðu blóð-
sökki eða öðrum blóðbreytingum). Smitandi lungnaberklar og hvers
konar berklaskemmdir með útferð teljast virk berklaveiki. Berkla-
sjúklingar, sem loftbrjóstaðgerðir eru viðhafðar við, teljast og hafa
virka berklaveiki. Enn freinur þeir aðrir, er annarrar meðferðar njóta
eða þarfnast vegna sjúkdómsins. Sjúklingar, sem hafa haft smitandi
lungnaberkla, teljast hafa virka berldaveiki í 3 ár, eftir að þeir reynd-
ust síðast siúítandi. Forðast ber að byggja á kvörtunum sjúklingsins
einum saman (þreytu, verkjum, máttleysi o. s. frv.), er ákveðið er,
livort um virka berklaveiki er að ræða, og því aðeins skrásetja sjúk-
ling, að rannsókn hafi leitt í Ijós eitthvert af ofanrituðum einkenn-
uin virkrar berklaveiki. Óvirk berklaveilci telst það sjúkdómsástand,
er við endurteknar rannsóknir tekst eigi að finna neitt þeirra ein-
kenna, sem samfara eru virkri berklaveiki (sjúkdómurinn er í hvíld,
en eigi batnaður til fulls). Eftirstöðvar berklaveiki telst það líkains-
ástand, sem leitt hefur af sjúkdómnum, er hann virðist með öllu um
garð genginn (kalkskellur, samvextir og aðrar örmyndanir svo og ör-
kuml).“
Vegna þessarar nyju tilhögunar ber tölu skráðra berldasjúklinga i
ársbyrjun 1939 (tafla VIII) ekki saman við tölu þeirra í árslok árið
fyrir, með því að niður hefur verið felldur fjöldi sjúklinga, sem
skráðir hafa verið berklaveikir, en teljast nú óvirkir. Vantar þó ef-
laust nokkuð á, að alls staðar sé gætt samræmis í þessu efni, og stafar
sennilega af því hinn mikli munur, sem í sumuin héruðum er á tölu
skráðra berklasjúklinga i ársbyrjun og árslok.
Berkladauðinn hefur enn minnkað nokkuð, og dregur einkum veru-
lega úr lungnaberkladauðanum. Heilaberkladauðinn nemur 14,9%
alls berkladauðans.
Berltladauðinn sundurliðast þannig (tölur síðastliðins árs í svig-
um): Úr hálsberklum dóu 0 (0), lungnaberklum 58 (75), berklafári
7 (4), eitlatæringu 0 (0), beina- og liðaberklum 7 (4), heilahimnu-
berklum 14 (13), berklum í kviðarholi 4 (4), berklum í þvag- og getn-
aðarfærum 4 (6) og í öðrum líffærum 0 (0).
Skýrsla berklayfirlæknis 1939.
Arið 1939 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röntgenrann-
sóknir) í 27 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 11103 manns, á
0 heilsuverndarstöðvum 8330 úr 7 læknishéruðuin, en með ferðarönt-
gentækjum 2773 úr 20 héruðum. Fjöldi rannsóknanna er hins vegar
langtum meiri, þar eð margir komu oftar en einu sinni til rann-
sóknar. Námu þær á árinu 16657. Árangur rannsókna heilsuverndar-
stöðvanna verður greindur síðar (sbr. bls. 103—105), en af 2773
manns, er rannsakaðir voru með ferðaröntgentækjum, voru 97, eða
3,5%, taldir hafa virka berklaveiki.
Eins og að undanförnu voru rannsóknirnar út um héruðin ávalU
framkvæmdar í samráði við héraðslæknana. Undirbjuggu þeir rann-
sóknirnar, hver á sínum stað, einkum með berklaprófi á börnuin og