Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Síða 51
49
ég kom í héraðið (1919—4924), hafa allir dáið, en af þeim 16, er
síðar voru skráðir, hafa aðeins 2 dáið. Virðist þetta benda á, að
sóttin hafi verið vægari seinni árin. Af 34, sem skráðir eru með út-
vortis berkla þessi 26 ár, hafa 5 dáið, 3 þeirra á árunum 1920—1923.
Ber þvi allt að sama brunni.
Rangár. Óvenju margir sjúklingar skráðir, eða alls 12 sjúklingar.
2 af þessum sjúklingum voru endurskráðir, karlmaður, 53 ára gamall,
og 22 ára gamall piltur, háðir með berklaveiki í lungum. 7 af sjúk-
lin gunum voru börn, hið yngsta 2 ára gömul telpa og hið elzta 15
ára gömul telpa. Öll voru börn þessi á 3 bæjum, 2 i Austur-Landeyj-
oin og á 1 bæ í Fljótshlíð (Núpi). Fyrst veiktust 2 telpur á Núpi,
önnur 2 ára, en hin 14 ára. Lögðust sama daginn með háum hita,
sem fór hækkandi fyrstn vikuna og' var þá 39,5° — 40° á kvöldin.
Önnur einkenni fundust eklci, og datt mér helzt í hug, að um innvortis
kirtlaból gu væri að ræða, enda þótt mér þætti undarlegt, að þær
skyldu báðar veikjast samtímis. Eftir hálfan mánuð veiktist 3. barnið,
10 ára gamall drengur, á sama hátt. Varð ég þá alvarlega hræddur
Uni, að um taugaveiki væri að ræða, en rannsókn leiddi í ljós, að
svo var ekki. Á 6. deg'i fær drengurinn erythema nodosum, og sann-
lærðist ég þá um, að um berldaveiki mundi vera að ræða hjá þeim
öllum. Um svipað leyti frétti ég' af 4 börnum á 2 bæjum niðri í Austur-
kandeyjum, sem voru búin að ligg'ja með hita í viku til % mánuð,
°g setti ég' það strax i samband við veiki barnanna á Niipi, þvi að á
þessum bæjum bjuggu systkini konunnar á Núpi, og' mikill samgang-
lli' var á milli bæjanna. Fór ég þá að grennslast nánar eftir þessu,
°g kom í ljós, að bróðir systkinanna á þessum bæjum, sjómaður úr
Reyk javík, hafði komið í heimsókn um vorið til systkina sinna og
dvalið 2—3 nætur á hvorum þessara bæja. Var hann sagður hraust-
111', en hafði verið mikið kvefaður. Þegar ég fór að grennslast um
Oagi hans, kom í ljós, að hann var fyrir fáum dögum kominn á
^ ifilsstaðahæli með smitandi lung'naberkla. Berklayfirlæknirinn kom
til niín með gegnlýsingartæki sín og gegnlýsti öll þessi sjúku börn og
heimilisfólk þeirra. Kom í ljós, að öll börnin voru með hilus tub.
°g auk þess 2 með þrota í öðru lunga. Eitt þessara barna, 3 ára
örengur, var flutt á sjúkrahús, en hin lágu öll heima og batnaði.
Eyrarbakka. í síðustu skýrslu lauk ég' máli mínu með því að segja,
að sú gáta væri enn óráðin, hvar væri að leita upptakanna að smit-
bylgju þeirri, sem virtist flæða yfir Eyrarbakka snenima á árinu
1938, ef ólíklegt yrði að teljast, að verulegur hluti smitananna g'æti
^tafað frá hinni 9 ára gömlu telpu, sem smitið fannst hjá. Frá því
er nú að segja, að enginn líklegri smitvaldur hefur fundizt við rann-
sóknir þær, sem gerðar hafa verið á árinu 1939. Ég' vil þó g'eta hér
;innarrar telpu, sem var neinandi í efsta bekk barnaskólans það skóla-
árið, sem ósköpin dundu yfir (1937—1938). Telpa þessi hafði verið
slvráð með „hilitis“ hinn 30. maí 1937, en við skólaskoðun um haust-
xð var ekkert sérstakt að henni að finna. Eigi að síður þótti mér rétt-
nst að fá sem fullkomnasta rannsókn á henni, og var hún því ein
þeirra, sem ég sendi suður í marzlok 1938. Umsögn röntgenlæknis
25. marz 1938 hljóðar svo: „Nokkuð grófir hilusskuggar, engar „in-
7