Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 123
121
Öxarfj. Nálega ekkért nýtt um þetta ao segja. Þó virðist mér margt
kvenfólk hætt að staðhæfa, að silkisokkar séu hlýjastir allra sokka.
Heldur minna um gúmskó en var, en meira um leðurskó, einkum svo
kallaða „Iðunnarskó“ — innlenda vöru mjög dýra og endingarlitla.
Þó flækjast þessir skór töluvert, eí'tir að húið er að sóla þá af nýju.
Reyndar gef ég' frat á innlendan iðnað, sem í engu stendur erlendum
snúning. Er þjóðarskömm, að nokkur innlendur iðnaður sé blóðsuga
á þjóðfélag'inu í skjóli hafta og græði á þeim og sviksemi sinni. Ann-
ars um fæði og klæði að segja, að hvort tveggja er yfir höfuð i fram-
för. Matur er stórum fjölbreyttari og betur tilreiddur en var fyrir 10
-15 árum. Töluvert er framleitt af matjurtum, öðrum en þessum
vanalegu (rófum og kartöflum). Ýmsir fóru á grasaheiði í sumar,
og berjaspretta var mikil. Mörg heimili kunna nú að gera sér rétti, er
þau keyptu áður með sama nafni, en sviknu innihaldi. Refarækt í
mikluni uppgangi. Eru kvikindi þessi stunduð og alin á dýrindisfæði,
meira og með meiri nákvæmni en sjúklingum hlotnast í beztu sjúkra-
húsum. Mér er óhætt að fullyrða, að engum hér dytti í hug að gera
það fyrir harn sitt, sem honnm þykir ekki fyrir að veita refunum.
Þixtilfj. Mikið nötuð vinnuföt úr bómullarefni, gerð í Reykjavík, en
ekki flutt inn fullbúin eins og fyrr. Nú ómögulegt að fá hjá verzlun-
um hót af slíku efni. Fyrir bragðið illmögulegt að halda þessum fatn-
aði við. Meðan þessir nankindúkar fengust, voru þeir mikið notaðir
í milliskyrtur, og voru það hentugar flíkur. Gúmskór úr notuðum bíl-
slöngum eru nú gerðir hér. Menn nota frystihúsið mikið til geymzlu
matvæla. Kartöfluuppskera varð með mesta móti þetta góða sumar.
Lýsi notað töluvert handa börnum, og sumir nota það ti! viðbits með
l'iski.
Vopnafj. Áhugi vaxandi fyrir heimilisiðnaði, og er nú á sumum
heimilum nokkur vefnaður, auk nærfatagerðar og' sokkaplagga. Nú
ganga allir svo að segja í togleistum utan yfir, og spara þeir mikið
sokka. Um mataræði fátt nýtt að segja annað en það, að garðrækt
hefur aukizt mikið, og almennt er nú horðað meira af kartöflum, róf-
um og ýmiss konar grænmeti en nokkru sinni áður. Áhugi hefur
einnig aukizt fyrir notkun berja. Mjólk er næg á langflestum heirnil-
um og' aðalmatur mjólkurmatur og slátur. Sláturgerð er alveg óvenju
mikil eftir því, sem nú mun algengt. Á meiri háttar heimilum er gert
slátur í 6—9 olíuámur eða úr —400 kg af rúgmjöli. Til afturfarar
vil ég telja það, að lifur er nú að mestu eða alveg setd tii útflutnings
og send frosin til Englands.
Hróarstungu. Fatnaður breytist iítið. Þó eru ullarföt meira og'
íneira notuð. Mikið spunnið og prjónað. Ull send til dúkagerðar.
Matargerð breytist einnig lítið. Þó er dálítið að aukast grænmetis-
neyzla.
Seij&isfj. Meira mun kveða að }>ví en áður, að ull sé notuð i nær-
fatnað, þó að enn sé of lítið að því gert. Heimilisiðnaðarfélag' var
stofnsett hér í kaupstaðnum fyrir framtak ung'frú Halldóru Bjarna-
dóttur, heimilisiðnaðarráðunauts, sem dvaldi hér nokkra mánuði að
vetrinum og hélt námskeið í ýmsum heimilisiðnaðargreinum. Hvað
tnatargerð og mataræði snertir, má það hvort tveggja kallast sæmi-
16