Hugur - 01.01.2018, Síða 4

Hugur - 01.01.2018, Síða 4
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 4–6 Inngangur ritstjóra Hugur – tímarit um heimspeki er nú komið út í 29. sinn. Í því birtist óvenju fjöl- breytt efni að þessu sinni og ætti flest áhugafólk um heimspeki að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk fimm ritrýndra greina um ólík efni birtist hér viðtal, þýðing og ritdómur. Hugur er eina fræðilega tímaritið um heimspeki sem kemur út á íslensku. Ísland er lítið málsamfélag með enn minna fræðasamfélag og örsmá- an hóp heimspekinga sem eru virkir í rannsóknum. Það má því segja að það sé nokkurt afrek að tekist hafi að halda úti tímariti af þessu tagi í öll þessi ár. Til stóð að þema þessa heftis yrði „fordómar“ og hafði þýðingin sem hér birt- ist eftir Egil Arnarson verið ætluð sem eitt meginefnið innan þess. Um er að ræða 1. kaflann í bók Miröndu Fricker, Epistemic Injustice (Oxford: Oxford Uni- versity Press, 2007). Á undanförnum árum hefur bók Fricker vakið mjög mikla athygli innan þekkingarfræði fyrir greiningu sína á því hvernig fólk getur orðið fyrir óréttlæti í samskiptum sínum við aðrar manneskjur. Sem dæmi má nefna að oft er tekið mun minna mark á orðum kvenna í ýmsu samhengi, svo sem þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Fricker kallar þetta fyrirbæri vitnisburðarranglæti (e. testimonial injustice) og greinir það sem tegund almennara fyrirbæris sem nefnist þekkingarfræðilegt ranglæti (e. epistemic injustice). Segja má að með bók sinni hafi Fricker valdið ákveðinni byltingu eða hugarfarsbreytingu innan þekkingarfræði að því leyti að það er nú almennt viðurkennt að þekkingarfræði verði að huga vel að ýmsum félagslegum og pólitískum spurningum ef markmiðið er að lýsa því hvernig fólk eigi að mynda sér réttar skoðanir. Þemað „fordómar“ hefði líka passað ágætlega við það viðtal sem hér birtist við Mariu Baghramian, prófessor í heimspeki við University College Dublin. Bag- hramian á merkilegan og óvenjulegan feril að baki og er einn helsti núlifandi sér- fræðingur veraldarinnar á sviði afstæðishyggju. En eins og fram kemur í viðtalinu hefur Baghramian líka beitt sér fyrir framgangi kvenna innan heimspekinnar og sjálf orðið fyrir mismunun og áreitni sem rekja má til kynjafordóma. Þrátt fyrir að þetta viðtal og áðurnefnd þýðing fjalli að miklu leyti um fordóma, ákvað ég þó að fella burt þematenginguna að þessu sinni eftir að allt efni frá öðrum höf- undum hafði skilað sér og verið ritrýnt. Ástæðan er einfaldlega sú að engin þeirra ritrýndu greina sem samþykktar voru til birtingar fjallar um fordóma. Ég efast þó um að rétt sé að draga þá ályktun að íslenskir heimspekingar hafi almennt ekki áhuga á fordómum! Hvað sem því líður birtast hér fimm ritrýndar greinar sem allar eru góð dæmi um hvernig skrifa skuli heimspekigreinar sem eru bæði aðgengilegar fyrir al- Hugur 2018meðoverride.indd 4 24-Jul-18 12:21:20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.