Hugur - 01.01.2018, Side 24

Hugur - 01.01.2018, Side 24
24 Miranda Fricker hafa þau gæði sem hæfa best sem viðfang skiptaréttlætis þá stöðu einkum vegna þess þau eru endanleg og a.m.k. mögulega takmörkuð (sbr. skýringu Humes á tilurð réttlætis: á sviði þar sem gnægð ríkir mun engin hugmynd um skiptingu gæða spretta af sjálfu sér16). Um slík gæði ríkir eða getur fljótt tekið að ríkja viss samkeppni og af þeim sökum taka menn að brjóta heilann um hversu réttlát þessi skipting eða önnur getur talist. Á hinn bóginn er trúverðugleiki ekki endanlegur með þessum hætti, eftirspurnin eftir honum einkennist ekki af samkeppni og því þarf ekki að bollaleggja um skiptingu hans. Af þessu leiðir að í tilviki trúverðugleikahalla lýsir sú tegund ranglætis sem við reynum að fanga sér ekki í því að einhver hlýtur ekki sanngjarnan hlut af tiltekn- um gæðum (trúverðugleika) þar sem þá næðum við ekki að greina með hvaða sér- staka hætti mælandinn er beittur órétti. Ætlunin er að kanna vitnisburðarranglæti sérstaklega sem óréttlæti af þekkingarlegum toga, sem tegund ranglætis þar sem einhver er sérstaklega beitt órétti í hlutverki sínu sem þekkingarvera. Trúverðugleika- halli getur augljóslega verið slík rangindi, en á meðan trúverðugleikabólga getur (við óvenjulegar aðstæður) verið á ýmsan hátt ókostur, grefur hann ekki undan, vanvirðir eða ógildir þekkingarstöðu viðmælandans; með honum einum er hún því ekki beitt neinu þekkingarfræðilegu ranglæti, og enn síður einhverju vitnis- burðarranglæti. Þvert á móti eru ímyndaður prófessor okkar og heimilislæknirinn í of miklum metum sem þekkingarverur. Gæti samt verið (við ættum að fylgja spurningunni eftir) að við vissar kringum- stæður sé það manni sjálfum til ills að vera yfirmáta mikið hampað fyrir þekk- ingarhæfni með þeim hætti að því væri réttast lýst sem „vitnisburðarranglæti“? Ímyndum okkur einstakling sem vex upp við að allir í kringum hann blása hann upp sem vitsmunaveru vegna ýmissa samfélagslegra fordóma sem eru honum mjög í hag. Segjum að hann tilheyri ráðandi forréttindastétt og að menntun hans og uppeldi allt miði markvisst að því að hann leiði þá staðreynd ekki hjá sér. Kannski ná nemendurnir í skóla hans að þróa með sér sérstakan hreim og að verða nógu örugg í fasi til að ljá máli sínu og skoðunum festu. Eflaust kemur sú trúverðugleikabólga sem hann á eftir að njóta að staðaldri meðal viðmælenda sinna í stéttskiptu þjóðfélaginu honum til góða: Það er mjög líklegt að hún eigi eft ir að tryggja honum vel launað starf og að hann njóti yfirleitt sjálfkrafa mik- ils álits þegar hann á í samskiptum sem felast í málbeitingu o.s.frv. En hvað ef þetta allt veldur því einnig að hann taki að þróa með sér slíkan hroka að ýms ar þekk ingardygðir reynast honum ofviða og hann verður þröngsýnn, kreddufull- ur, fullkomlega ónæmur fyrir gagnrýni o.s.frv.? Hefur slíkur einstaklingur ekki að einhverju leyti bókstaflega verið gerður að fífli? Og ef sú er raunin, getur þá ekki hugsast að allri þeirri trúverðugleikabólgu sem hefur afmyndað hann sem þekkingarveru megi lýsa sem nokkurs konar vitnisburðarranglæti? Hefur hann ekki, þrátt fyrir allt, einmitt verið beittur órétti sem þekkingarvera? Ég held að sennilega verði að svara því játandi og að hér sé við áhugavert dæmi um vitnis- burðarranglæti að eiga. Þess ber þó að geta að hér er ranglætið uppsafnað á með- 16 David Hume, A Treatise of Human Nature, III. ii. 2, ritstj. L. A. Selby-Bigge, 3. útg. (Oxford: Clar- endon Press, 1975). Hugur 2018meðoverride.indd 24 24-Jul-18 12:21:21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.