Hugur - 01.01.2018, Síða 31

Hugur - 01.01.2018, Síða 31
 Vitnisburðarranglæti 31 dæm is með því að koma í veg fyrir að hann miðli ákveðinni þekkingu – með því að nýta sér sameiginlegar hugmyndir um viðkomandi félagslegar ímyndir. Í dæmi okk ar úr Mockingbird beita meðlimir kviðdómsins þessu kynþátta-ímyndar valdi þegar þeir draga trúverðugleika Toms Robinson í efa og koma þannig í veg fyr ir að hann geti miðlað þekkingu um hvað gerðist í raun og veru á heimili Ewell- fjölskyldunnar. Þessi beiting ímyndarvalds í dómsalnum dugir til þess að ráða örlögum Toms, enda þótt þar með sé ekki öll sagan sögð þar eð málflutning ur Gilmers rennir á einfaldan en mjög áhrifamikinn hátt nauðsynlegum stoð um undir þessa beitingu ímyndarvalds, þ.e. með því að nýta sér hefðbundna samfé- lagslega ímynd svertingjans. Gilmer stjórnar kviðdómendum meðvitað og það er tryggt að í kjölfarið stjórna þeir því hvað Tom Robinson segir og koma þar með í veg fyrir að hann miðli þekkingu sinni til þeirra. Eftir að hafa þannig afmarkað ímyndarfordóma og kerfislægni getum við nú teflt fram endurbættri útgáfu af aðaldæmi okkar um vitnisburðarranglæti – það er kerfislægu vitnisburðarranglæti. Mælandinn verður fyrir vitnisburðarranglæti af þeim toga þá og því aðeins að hún þoli trúverðugleikahalla sem stafar af ímyndar- fordómum hlustandans; því er aðaldæmið um vitnisburðarranglæti ímyndarfor- dómabundinn trúverðugleikahalli. Þó geta verið undantekningar á því; þannig geta tilvik um ímyndarfordómabundinn trúverðugleikahalla stafað af öðru en kerfisbundnu vitnisburðarranglæti og þau því verið dæmi um eitthvað annað en megintilfelli okkar. Skoðum eftirfarandi dæmi (sem vísindaheimspekingur sagði mér frá). Haldin er stór alþjóðleg ráðstefna sem einkum sækja vísindamenn sem stunda rannsóknir og nokkrir vísindasagnfræðingar en aðeins örfáar hræður sem fást við vísindaheimspeki. Ljóst verður að meirihluti ráðstefnugesta álítur vís- indaheimspekingana vera í engum tengslum við raunverulegar vísindarannsóknir og það svo mjög að þeir njóta þar alls ekki sömu virðingar og aðrir fræðimenn. Í þessu samhengi virðist sem það eitt að falla í ímyndarflokkinn „vísindaheim- spekingur“ auki líkurnar á því að erindi manns verði afgreitt sem fánýtt grufl ut- angarðsfræðimanns. Hér er því á ferðinni ekta dæmi um ímyndarfordómabund- inn trúverðugleikahalla. Þó tilheyra slík tilfelli vitnisburðarranglætis ekki flokki aðaldæmanna vegna þess að þau eru ekki kerfisbundin. Enda þótt fordómarnir séu hér ímyndartengdir varða þeir ekki þá tegund breiðra ímyndarflokka sem fordómar beinlínis elta; þvert á móti hafa þeir aðeins félagslega þýðingu í skýrt afmörkuðu samhengi þessarar tilteknu ráðstefnu og eru því einungis til marks um tilfallandi vitnisburðarranglæti. En með því að lýsa vitnisburðarranglæti sem tilfallandi er alls ekki dregið úr siðferðilegum alvarleika þess. Staðbundnir fordómar og óréttlætið sem af þeim hlýst geta haft hörmulegar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir þeim, einkum ef þeir koma ítrekað fram þannig að ranglætið er viðvarandi. Ef óréttlætið hefur til að mynda áhrif á það hvort þolandinn geti gert ákveðna áætlun að veruleika, hvort sem hún varðar starf eða annað, og gefið lífi hans þar með gildi, þá geta uppsöfnuð tilvik tilfallandi óréttlætis eyðilagt líf hans. Kerfislægni skiptir máli í þessu samhengi vegna þess að ef vitnisburðarranglæti er ekki kerfisbundið hefur það lítið vægi frá sjónarhóli félagslegs réttlætis. Þegar talað er um „viðvarandi“ Hugur 2018meðoverride.indd 31 24-Jul-18 12:21:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.