Hugur - 01.01.2018, Side 37

Hugur - 01.01.2018, Side 37
 Til varnar hugsmíðahyggju 37 Í því sem hér fer á eftir rökstyð ég að hugsmíðahyggja feli í sér mikilvæg sann- indi um félagslegan veruleika og að rannsakendur geti nýtt sér þau, án þess að fallast á langsóttar kenningar um að allur veruleikinn sé huglægur eða að ekki sé kostur á hlutlægri þekkingu. Ég reyni, nánar tiltekið, að sýna fram á eftirfarandi: a) Við höfum góðar ástæður til að fallast í senn á verufræðilega hug- smíðahyggju um félagslegan veruleika og þekkingarfræðilega hug- smíðahyggju um alla vísindalega þekkingu. b) Verufræðileg hugsmíðahyggja um félagslegan veruleika er óháð frumspekilegum kenningum um eðli alls veruleika, eins og efn- ishyggju eða hughyggju. c) Þekkingarfræðileg hugsmíðahyggja jafngildir ekki afstæðishyggju og útilokar ekki að kostur sé á hlutlægri þekkingu. Þessar niðurstöður mínar samrýmast gagnrýninni hluthyggju og eru um margt líkar þeirri vísindaheimspeki sem Krauss, Hammersley og Maxwell halda fram.20 Ég nota orðið „afstæðishyggja“ um þá skoðun að sama fullyrðing geti verið bókstaflega sönn fyrir einn mann en ósönn fyrir annan og það eins þótt hún sé skýrð til hlítar. Samkvæmt þessu leiðir það ekki til afstæðishyggju þótt einn mað- ur segi, með sanni, að það sé rigning og annað maður segi, með sanni, að það sé úrkomulaust, nema þeir séu staddir á sama stað á sama tíma. Fullyrðingar þeirra um úrkomu og úrkomuleysi hætta að stangast á ef þær eru skýrðar til hlítar þannig að annar meini að það rigni á Hellu og hinn að það sé úrkomulaust á Hvolsvelli. Það er hins vegar afstæðishyggja að álíta að það sé satt meðal náttúrufræðinga að aukning koltvísýrings í andrúmslofti verði til þess að hitastig á jörðinni hækki en sama fullyrðing sé ósönn ef hún er sögð í hópi fólks sem ekki tekur mark á raunvísindum. Þeir sem hafna afstæðishyggju líta svo á að ef þessir tveir hópar manna eru ósammála, um áhrif aukins koltvísýrings, þá hafi að minnsta kosti annar þeirra rangt fyrir sér. Þegar ég tala um hlutlæga þekkingu á ég við þekkingu sem maður hefur og aðrir menn geta sannreynt eða staðfest. Hún gildir fyrir alla menn óháð hugarfari þeirra og hugarástandi. Þegar ég tala um hlutlægan veruleika á ég við hluti og fyr- irbæri sem eru til óháð því hvað við hugsum og höldum. Þetta eru losaralegar og ófullkomnar skilgreiningar, enda reyni ég að orða það sem ég segi um hlutlægan veruleika og hlutlæga þekkingu nógu almennt til að niðurstöður mínar velti sem minnst á tilteknum kenningum um skilsmun þess huglæga og hlutlæga.21 20 Krauss 2005, Hammersley 2008 og Maxwell 2012. 21 Ég bendi lesendum, sem vilja dýpri umfjöllun um greinarmun þess huglæga og þess hlutlæga, á skrif Eyju Margrétar Brynjarsdóttur 2004, 2008. Hugur 2018meðoverride.indd 37 24-Jul-18 12:21:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.