Hugur - 01.01.2018, Page 111

Hugur - 01.01.2018, Page 111
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 111–127 Sigurður Kristinsson Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? Um greiningu Páls Skúlasonar á siðferðisvanda íslenskra stjórnmála1 Undanfarinn áratug, eða frá efnahagshruninu 2008, hefur traust á stjórnmálum og siðferði stjórnmálamanna fengið aukið vægi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Í samræmi við ábendingar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis2 hafa til dæmis verið samþykktar siðareglur fyrir Alþingismenn, ráðherra, starfsfólk Stjórnarráðs Íslands og kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.3 Traust á Alþingi, sem hrapaði við efnahagshrunið úr 42% í 13% samkvæmt könnun Gallups, hefur þó ekki endur- heimst nema að hluta síðan (29% í febrúar 2018)4 og ríkisstjórnir hafa fallið 2016 og 2017 í kjölfar ásakana um siðferðisbrest ráðherra. Aukið vægi málefnisins kem- ur meðal annars fram í því að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem tók við völdum í árslok 2017 heitir hún því að beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmál- um og stjórnsýslu.5 Dvínandi traust á stjórnmálamönnum er þó ekki séríslenskt vandamál. Sam- kvæmt skýrslu OECD frá 2017 minnkaði traust á stjórnvöldum á alþjóðavísu frá 2007 til 2015, einkum meðal lægri tekjuhópa.6 Er það talið tengjast efnahagsþró- un, reiði vegna spillingar, skattsvika, ítaka sérhagsmuna í stjórnmálunum og van- máttar þeirra gagnvart alþjóðlegri vá á borð við hryðjuverk og loftslagsbreytingar. Í skýrslunni kemur fram að traust á stjórnvöldum velti annars vegar á því hvernig fólk metur hæfni þeirra og dómgreind og hins vegar hvaða gildismat og ásetn- 1 Fyrstu drög þessarar greinar voru flutt sem erindi á ráðstefnunni Hugsun og veruleiki: Ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar, í Háskóla Íslands, 27.–28. maí 2016. Ég þakka ritrýni og ritstjóra Hugar fyrir afar gagnlegar ábendingar við vinnslu greinarinnar. 2 Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir 2010: 152. 3 Siðareglur Alþingismanna e.d., Siðareglur ráðherra e.d., Siðareglur fyrir starfsfólk stjórnarráðsins e.d., Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum e.d. 4 Gallup 2018. 5 Stjórnarráð Íslands 2017. 6 OECD 2017. Hugur 2018meðoverride.indd 111 24-Jul-18 12:21:27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.